Húnavaka - 01.05.1984, Page 200
198
HUNAVAKA
17%, úr 87 tonnum 1982 í rúm
102 tonn á síðasta ári. Meðal-
starfsmannafjöldi á árinu var
65-70 manns og námu launa-
greiðslur á þrettándu milljón
króna.
Prjónastofa.
Framleiðsluverðmæti prjóna-
stofu voru 29 milljónir króna og
var um 37% voðarinnar tekin til
vinnslu á saumastofum Pólar-
prjóns, en 63% var selt á aðrar
saumastofur. Viðskiptavinir stof-
unnar eru saumastofur á öllu
Norðurlandi, allt frá Vopnafirði
til Hvammstanga, auk fyrirtækja
á höfuðborgarsvæðinu og Sel-
fossi.
Saumastofur.
Pólarprjón rekur nú tvær sauma-
stofur, á Blönduósi og á Sveins-
stöðum. Á stofunnl á Blönduósi
eru fóðraðar flikur, t.d. jakkar,
meginuppistaða framleiðslunnar,
en á Sveinsstöðum eru aðallega
saumaðar peysur. Helstu kaup-
endur auk Álafoss eru Lesprjón,
Rammagerðin, íslenskur mark-
aður og Iðnaðardeild Sambands-
ins. Þess má og geta hér að Pól-
arprjón er hluthafi í Saumastof-
unni Víólu á Skagaströnd.
Hönnun.
Sem kunnugt er rekur Pólarprjón
hönnunardeild i Mosfellssveit og
er óhætt að segja að þar hafi um-
svifin stóraukist, því að nú eru
um 100 flíkur hannaðar þar í
framleiðslu fyrir íslensku útflutn-
ingsfyrirtækin á hinum ýmsu
saumastofum, en öll voð i þessar
flíkur er prjónuð hér á Blönduósi.
Nú er hönnuður okkar að hefja
undirbúning á hönnun fyrir
framleiðslu næsta árs og á fyrir-
tækið sannarlega mikið undir því
komið að jafn vel takist til við
hönnunina og í fyrra.
Starfsmannahald.
Eins og áður kom fram starfa að
meðaltali um 70 manns hjá fyrir-
tækinu og er það svipaður fjöldi
og á árinu 1982, þrátt fyrir að
saumastofunni í Reykjavík hafi
verið lokað í lok þess árs. Greini-
legt er því að fleiri Blönduósingar
unnu hjá fyrirtækinu í fyrra en
1982.
Launagreiðslur jukust um 70%
á milli ára og voru rúmar 12
milljónir 1983 eins og áður kom
fram.
I upphafi ársins var Sigurður
Guðjónsson tæknifræðingur ráð-
inn verksmiðjustjóri hjá fyrirtæk-
inu.
Fjárfestingar og tölvuvceðing.
Fjárfestingar í vélum og tækjum
á árinu námu hátt á aðra miiljón
króna. Meðal nýs tækjabúnaðar
má nefna tölvu á skrifstofu. I