Húnavaka - 01.05.1984, Page 203
HUNAVAKA
201
íbúðir í verkamannabústöðum og
unnið við byggingu sex annarra
sem afhentar verða á árinu 1984.
Verulegu fé var varið til viðhalds
á grunnskólanum.
Þá var á árinu hafin bygging
heilsugæslustöðvar og kirkju.
Með bréfi 18. febrúar 1983
heimilaði Menntamálaráðuneyt-
ið að Blönduóshreppur byggði
íþróttahús með salarstærð 22x44
m. Gerður var samningur við
verkfræðistofur um gerð burðar-
þolslagna- og rafmagnsteikning-
ar, en arkitektateikningum er
nær lokið. Á s.l. ári var úthlutað
sex lóðum undir einbýlishús og
tveim lóðum undir hesthús.
Lokið var byggingu niu íbúða,
tveggja iðnaðarhúsa og fjögurra
bílskúra, alls 7.671 m3.
1 árslok voru 40 íbúðir í smíð-
um alls 19.107 m3 og þar af höfðu
14 verið teknar í notkun.
Annað húsnæði í smíðum var
samtals 21.472 m3.
1. september lét Eyþór Elíasson
af störfum sem sveitarstjóri en við
tók undirritaður.
Snorri Björn Sigurðsson.
FRÁ UMF. HVÖT.
Aðalfundur Umf. Hvatar á
Blönduósi var haldinn 22. janúar
1983. 1 stjórn félagsins voru
kosnir: Pétur A. Pétursson, for-
maður, Guðjón Rúnarsson, vara-
formaður, Guðrún Paulsdóttir,
gjaldkeri, Guðmundur Haralds-
son, ritari og Ásmundur Ingvars-
son, meðstjórnandi.
Starfsemi Umf. Hvatar var
með miklum blóma á árinu. Fé-
lagið tók þátt i öllum mótum á
vegum U.S.A.H. í frjálsum
íþróttum, og sigraði í þeim öllum.
Þá voru félagar úr Hvöt veruleg
uppistaða í keppnisliði U.S.A.H.
og stóðu sig alls staðar með prýði.
Nokkrir félagar hlutu íslands-
meistaratitil á árinu. Þröstur
Ingvason varð Islandsmeistari í
60 m hlaupi og hástökki í flokki
stráka 12 ára og yngri. Svanhvít
Sigurjónsdóttir varð Islands-
meistari í langstökki án atrennu í
flokki stelpna 12 ára og yngri.
Kári Kárason varð Islandsmeist-
ari í 1500 m hlaupi i flokki 15-16
ára. Guðmundur Ragnarsson
varð Islandsmeistari í hástökki
bæði innan- og utanhúss i flokki
pilta 13-14 ára. Árangur Guð-
mundar var það góður að hann
var valinn í lið Islands til keppni í
Noregi.
Á árinu sendi Hvöt keppnislið í
knattspyrnu í þrjá aldursflokka í
Islandsmeistaramóti KSÍ, og tók
einnig þátt í fjórðu deild sama
móts.
Ekki verður ofsagt að árangur í
knattspyrnu hefur ekki í annan
tíma verið betri, og stóðu allir
aldurshópar sig með miklum