Húnavaka - 01.05.1984, Side 204
202
HUNAVAKA
ágætum, og komst meistara-
flokkur í úrslit.
Sundíþróttin hefur eflst mjög á
undanförnum árum, og er hreint
ótrúlegt hvaða árangur hefur
náðst þar miðað við þær aðstæð-
ur er sundfólk hefur til iðkana.
Sundfólk Hvatar tók þátt í fjöl-
mörgum mótum bæði innan hér-
aðs og utan, og stóð sig alls staðar
vel, setti meðal annars á milli
20 og 30 ný héraðsmet.
Þá var einnig lögð stund á
handbolta kvenna og körfubolta
karla þó í minna mæli væri.
Augljóst má vera að sú rækt
sem lögð hefur verið við upp-
byggingu unglingastarfsins á
undanförnum árum er nú í æ
ríkara mæli að skila sér.
Tel ég ekki á neinn hallað þó
getið sé Björns Sigurbjörnssonar,
Guðjóns Rúnarssonar, Guð-
mundar Haraldssonar og Þor-
steins Sigurðssonar. Þá tel ég að
félagið hafi verið mjög heppið að
hafa fengið til starfa á síðastliðnu
sumri hinn frábæra þjálfara Cees
Van de Ven, sem skilaði mjög
góðu starfi.
Starfsemi Umf. Hvatar var að
venju mikil að frátöldum
íþróttaiðkunum. Ber þar hæst
leikjanámskeið er félagið stóð
fyrir í samvinnu við sveitarstjórn
Blönduóshrepps, en sú starfsemi
tókst með miklum ágætum og
væri vonandi að áframhald gæti
orðið þar á.
Þá hafði félagið veg og vanda
af undirbúningi 17. júní hátíðar-
halda í samvinnu við önnur félög.
Tók þátt í spurningakeppninni
Sveitarstjórnir svara, sá um
dreifingu jólapósts, reyndi fyrir
sér með sölu á jólakortum, sá um
jólatrésskemmtun, hélt tvo opin-
bera dansleiki, og svo mætti lengi
áfram telja.
Enn vantar þó mikið á að
starfsemin standi í þeim blóma
sem vonir okkar allra er starfað
höfum með félaginu standa til.
Það stendur enn frammi fyrir
þeim vanda, á hvern hátt megi fá
fólk sem komið er til vits og
þroska til starfa. Því miður eru
hendurnar allt of fáar sem vinna
verkin. Góður hugur einn sér er
ágætur en hann nægir ekki.
Umf. Hvöt verður 60 ára nú á
árinu 1984, það er von stjórnar
félagsins að afmælisins megi
minnast á einhvern veglegan
hátt, þó svo að ástand fjármála
leyfi ekki háar hugsanir í því
sambandi. Til gamans má geta
þess að heildarvelta félagsins á
árinu 1983 var rúmlega 300 þús-
und krónur, og að 36 þúsund
krónur vantaði upp á að endar
næðu saman.
Að síðustu þakkar stjórn
Hvatar öllum félögum sínum er
lögðu hönd á plóginn gott starf,