Húnavaka - 01.05.1984, Page 206
204
HÚNAVAKA
dóttir, Sigurlaug Þorsteinsdóttir
og Jón Ingi Einarsson. Varastjórn
skipa Kolbrún Zophoníasdóttir
og Þórður Pálsson.
Sveinn.
RAUÐAKROSSDEILD A-HÚN.
Starf Rauðakrossdeildar A-Hún.
hefur verið með hefðbundnu
sniði sl. ár. Hefur mest borið á
sjúkraflutningum, og skyndi-
hjálparnámskeiðum. Sjúkra-
flutningar á árinu 1984 voru alls
148, en í rekstri eru tveir bílar,
annar sem H.A.H. er eigandi að,
en hinn á R.K. deildin í A-Hún.
Bifreið H.A.H. er fjórhjóladrifs-
bíll þannig að hann er í notkun
að vetrum en bifreið deildarinnar
á sumrin. Sá bíll er það hár að
hann kemst ekki í neina venju-
lega bílageymslu, þannig að á
haustin þarf að ganga á milli
góðra manna og falast eftir
geymslu. Er vonandi að hægt
verði að byggja bílageymslu sem
fyrst í nálægð H.A.H. þannig að
nýtingartíminn lengist sem mest.
En mjög góð vinnuaðstaða er
fyrir lækna í bifreið deildarinnar.
Sá háttur hefur nú verið tekinn
upp hjá deildinni að innheimta
reikninga fyrir sjúkraflutninga
fer fram með gíróseðlum, en
undanfarin ár hefur innheimta
verið kostnaðarsöm og tímafrek,
og alltof margir sem draga
greiðslu reikninga fram úr hófi,
sem gerir reksturinn mjög erfið-
an. Nú í vetur var fest kaup á
bílasíma sem er til mikils öryggis
fyrir sjúklinga, þar sem hægt er
að vera í beinu símasambandi við
sjúkrahúsið.
Skyndihjálparnámskeið voru
alls 9, þátttakendur samtals 123.
Tvær skemmtanir voru haldnar á
vegum deildarinnar á sl. ári. Elli-
málanefnd hélt skemmtun í Fé-
lagsheimilinu Blönduósi fyrir
eldri borgara sýslunnar, tókst sú
skemmtun mjög vel og eiga þeir
sem að henni stóðu með Kristínu
Lárusdóttur frá Bakka í farar-
broddi, þakkir skilið.
Fyrstu helgi í september var að
venju fjáröflunardansleikur í Fé-
lagsheimilinu á Blönduósi, tókst
hann vel og söfnuðust samtals
32.206 krónur. Sl. haust stóð
deildin fyrir formannafundi allra
deilda R.K. á N-Vesturlandi í
Varmahlíð var þar margt rætt,
m.a. hvernig samstarf gæti orðið
á milli deilda.
Ingvi Þór.
SKÁTAFÉLAGIÐ BJARMI.
Aftur lifnaði yfir starfsemi skáta-
félagsins í vetur eftir tveggja ára
lægð. Fjórar stúlkur úr 8. bekk
fóru á flokksforingjanámskeið og
fengu þar skírteini og hafa haldið
uppi mjög góðu starfi síðan.