Húnavaka - 01.05.1984, Side 212
210
HUNAVAKA
bótum í byggðarlaginu. I félag-
inu hafa alltaf starfað byggða-
málanefndir sem hafa unnið
margvísleg verkefni, og skulu nú
nokkur þeirra nefnd.
Fyrir nokkrum árum lét félag-
ið setja upp vegvísa þá, sem
standa beggja megin Blönduóss,
við Norðurlandsveg. Unnið er nú
að endurnýjun vegvísanna. Tals-
vert hefur verið unnið að um-
ferðar- og öryggismálum, gefnir
út bæklingar um þau efni, seldir
sjúkrakassar og staðið fyrir reið-
hjólakeppnum í samvinnu við
lögregluna.
Félagið hefur einnig unnið
byggðarlagsverkefni í samvinnu
við önnur félög og félagasamtök
og má þar nefna stofnun Sjálfs-
bjargarfélags í A-Hún. í maí 1981
í samvinnu við S.A.H.K., og fjöl-
tefli Friðriks Ólafssonar stór-
meistara á Blönduósi i febrúar
1982. Það var Verkalýðsfélag A-
Hún. og Verslunarmannafélag
A-Hún., sem stóðu að fjölteflinu
ásamt JC Húnabyggð.
Á síðastliðnu vori stóð félagið
fyrir borgarafundi um ferðamál í
A-Hún. Á fundinn voru fengnir
framsögumenn frá Ferðamála-
ráði, Náttúruverndarráði og fleiri
aðilum. Einnig kynntu heima-
menn þjónustu. Tilgangur fund-
arins var sá að vekja menn til
umhugsunar um ferðamanna-
þjónustu sem atvinnugrein, og
reyna að sameina krafta heima-
manna í þeim málum. Tillögur
og ályktanir frá fundinum voru
sendar til sýslunefndar A-Hún.
Sýslunefndin skipaði síðan 3
menn í nefnd síðastliðið sumar til
að vinna að stofnun samtaka um
ferðamál, svo telja má að fund-
urinn hafi að nokkru leyti náð
tilgangi sínum.
Ekki skulu hér talin upp fleiri
verkefni fyrri ára, en síðastliðið
haust fór byggðamálanefnd JC í
heimsókn í Hnitbjörg, og átti þar
ánægjulega stund með góðu fólki.
Hér að framan hefur verið
stiklað á stóru um starfsemi JC
Húnabyggðar á undanförnum
árum, og skýrt frá nokkrum
verkefnum þess. Stuttur frétta-
pistill gefur ekki meira svigrúm
til frásagnar. Nokkrir einstakl-
ingar og fyrirtæki hafa oft lagt
félaginu lið með ýmsum hætti og
vel sé þeim öllum.
Félagar í JC Húnabyggð eru
nú 44, en á þessum átta árum
hafa rúmlega 100 manns gengið í
félagið.
Forsetar félagsins hafa verið
þessir: Ágúst Sigurðsson, Páll
Svavarsson, Gísli J. Grímsson,
Eggert J. Levy, Eyþór Elíasson,
Björn Magnússon, Ásgerður
Pálsdóttir og núverandi forseti er
Kristófer Sverrisson.
Á. P.