Húnavaka - 01.05.1984, Síða 213
HUNAVAKA
211
FRAMKVÆMDIR VIÐ
BLÖNDUVIKRJUN.
Töluverð vinna var á virkjunar-
svæði Blöndu á síðasta ári. Mest
var þarna um ýmsar undirbún-
ingsframkvæmdir að ræða.
Stærsta verkið má telja vegagerð
frá Syðri-Löngumýri að Kolku-
hól sem byrjað var á á árinu 1982,
en sá vegur er um 40 km langur.
Búið er nú að byggja þennan veg
allan upp, og malarslitlag komið
á hann að mestu. Eftir er sumt af
snyrtingu meðfram veginum, og
sáning í þau flög sem myndast
hafa vegna vegagerðarinnar. Af
þessum vegi var lagður hliðar-
vegur að Sandárhóli. Einnig var
mikið unnið að gerð heiðavega
sem virkjunaraðila ber að leggja
samkvæmt samningi. Búið er að
leggja veg upp frá Hrafnabjörg-
um, og brú hefur verið byggð á
Hrafnabjargakvísl. Einnig er bú-
ið að lagfæra veg upp úr Svart-
árdal, Vesturheiðarveg, fram fyr-
ir Ströngukvísl, og byggja brú á
Ströngukvísl. Þá var lagður vegur
upp Mælifellsdal í Skagafirði og
hann tengdur Vesturheiðarvegi.
Þá var byggt stórt gangna-
mannahús við Ströngukvísl.
Undanfarin sumur hefur verið
búið í bráðabirgðavinnubúðum á
virkjunarsvæðinu, sem í framtíð-
inni verða aðallega notaðar um
hásumarið. Aðalvinnubúðirnar
verða hins vegar mjög góðar, og
búnar ýmsum þægindum. Hluti
þeirra kemur frá virkjunarsvæði
Tungnaár, en hluti þeirra er ný-
smíðaður. Þegar hafa verið reistar
vinnubúðir fyrir 40 manns við
Eiðsstaði, og undirstöður eru til-
búnar fyrir 100 manna búðir. Þá
er búið að reisa skrifstofubygg-
ingu á tveim hæðum og verður
þar stjórnstöð fyrir allar fram-
kvæmdir. Einnig voru á síðasta
sumri gerðar undirstöður undir
steypustöð, sem er mikið mann-
virki. Þá hafa verið byggðar und-
irstöður undir 80 manna vinnu-
búðir í Lambasteinsdragi.
Hlaða og fjárhús fyrir um 300
fjár voru byggð á Eiðsstöðum, en
það er gert vegna ákvæða í kaup-
samningi sem gerður var er virkj-
unaraðili keypti jörðina á sínum
tíma.
Töluvert var unnið að land-
græðslu, og er hún nú hafin á um
700 hekturum, þó að sums staðar
sé hún skammt á veg komin, og
öll verði hún að teljast á til-
raunastigi ennþá. Þá var á síðasta
sumri unnið að fjölþættum rann-
sóknum, aðallega jarðvegs- og
efnisrannsóknum vegna virkjun-
arinnar.
Fjölmörg verkefni voru unnin
samkvæmt útboðum, og náðu
heimamenn ýmsum þeirra og eru
taldir hafa staðið sig vel.
Jóhann Guðmundsson.