Húnavaka - 01.05.1984, Page 214
212
HUNAVAKA
FRÉTTIR FRA HÚNAVÖLLUM.
Starfsemi Húnavallaskóla var
með svipuðu sniði og síðastliðið
ár. Hins vegar hefur nemendum
fækkað örlítið og eru skráðir
nemendur 158 að tölu, á aldrin-
um 6-15 ára. Fækkunin stafar af
fámennum árgöngum tveggja
yngstu bekkjanna og einnig hafa
fjölskyldur flutt burt úr skóla-
hverfinu.
Skólaselið að Bólstað var flutt í
Húnaver, þar sem prestshjónin
fluttu að Mælifelli i Skagafirði.
Aðalheiður Bragadóttir, Ytri-
Löngumýri kennir í skólaselinu.
Aðrir kennarar sem hættu
störfum við skólann voru Trausti
Steinsson og Oddur Friðriksson
er fóru til Reykjavíkur. Settir
kennarar i þeirra stað eru Hjörtur
Karl Einarsson, íþróttakennari
frá Stóru-Tjörnum og Kristin
Björg Jónsdóttir, Hvoli, Ölfusi.
Nýr húsvörður var ráðinn
Guðmundur Sigurjónsson, Rúts-
stöðum.
Skólaakstur:
Reynsla tveggja síðustu vetra
hefur sýnt að daglegur akstur
nemenda á öllu svæðinu gengur
erfiðlega í janúarmánuði.
Heimavistin efri hefur því komið
að góðum notum og sumar nætur
verið nær fullskipuð. Þá var
fækkað ferðum í Svartárdalinn í
vetur um tveggja mánaða skeið.
Þá bar það til tíðinda að end-
urgreiðslur frá ríkinu komu oft
mjög seint á árinu 1983. Þessi
hægagangur olli greiðsluerfið-
leikum hjá sveitarfélögunum og
gátu þau aðeins greitt sinn hluta
eða 15% af launagreiðslum til
bílstjóranna, seinni hluta ársins.
Langlundargeð bílstjóranna
þraut að lokum og fóru þeir í
verkfall þann 5. desember, þá
komst málið í hámæli. Greiðslur
frá ríkissjóði komu strax daginn
eftir og hafa komið reglulega síð-
an, enda komið nýtt fjárhagsár.
Grunnskólapróf:
Sumarið 1978 fékkst fyrst leyfi til
að starfrækja 9. bekk að Húna-
völlum og hófst kennsla um
haustið. Eftir nær sex ára reynslu
má segja að þessi þáttur sé orðinn
nokkuð fastur í sessi. Nemendur
9. bekkjar útskrifast frá skólanum
með grunnskólapróf, en það
samanstendur af skólaeinkunn-
um og svokölluðum raðeinkunn-
um sem er árangur nemenda í
samræmdum prófum. Hin síðari
ár hafa nemendur tekið sam-
ræmd próf í dönsku, ensku, ís-
lensku og stærðfræði. Niðurstöð-
ur þeirra hafa oftast sýnt að
nemendur úr litlum skólum komi
verr út en nemendur úr stórum
skólum. Sá ánægjulegi atburður
gerðist sl. vetur að allir nemendur
9. bekkjar náðu framhaldseink-