Húnavaka - 01.05.1984, Page 221
HUNAVAKA
219
nóvember í Snorrabúð á Blöndu-
ósi. Formaður félagsins flutti
skýrslu félagsstjórnar og gat þess
m.a. að „Norræn jól“ kæmu nú
út á nýjan leik, eftir áratuga hlé
og fengju félagar ritið fyrir jólin.
Sýndar voru litskyggnur frá
vinabæjamótum.
Kveikt var á jólatrénu frá Moss
í Noregi þann 10. desember og er
það í 5. skipti, er Blönduósbúum
berst jólatré frá þessum vinabæ.
Formaður félagsins afhenti jóla-
tréð fyrir hönd gefanda, en odd-
viti Blönduóshrepps, Hilmar
Kristjánsson, veitti því viðtöku
fyrir hönd bæjarbúa. Lúðrasveit
Blönduóss lék jólalög undir stjórn
Jóhanns Gunnars Halldórssonar.
Lóð Grunnskólans prýddi jóla-
tré, er einnig var gjöf frá vina-
bænum Moss.
Stjórn Norræna félagsins
skipa: Sr. Árni Sigurðsson for-
maður, Páll Svavarsson ritari,
Aðalbjörg Ingvarsdóttir gjald-
keri, og meðstjórnendur Ingi-
björg Jóhannesdóttir og Alma
Ellertsson.
Á. S.
FRÁ kirkjunni.
Æskulýðsmessa fór fram í
Blönduóskirkju á æskulýðsdegi
þjóðkirkjunnar, sunnudaginn 6.
mars. Guðmundur Ingi Leifsson
fræðslustjóri predikaði, en sókn-
arprestur þjónaði fyrir altari.
Fermingarbörn lásu pistil og
guðspjall. Fjölmenni var.
Föstuguðþjónusta var haldin
að Undirfelli 13. mars. Að lokinni
guðþjónustu var haldinn aðal-
safnaðarfundur, þar sem m.a. var
rætt um fyrirhugaða viðgerð á
kirkjunni. I sóknarnefnd voru
kjörnir: Hallgrímur Guðjónsson
hreppstjóri í Hvammi, Reynir
Steingrímsson bóndi í Hvammi
og Eggert Lárusson bóndi í
Hjarðartungu.
Kirkjukvöld var haldið í
Blönduóskirkju á pálmasunnu-
dag. Sóknarprestur flutti ávarp,
kirkjukór Blönduóskirkju söng
milli atriða undir stjórn Sólveigar
Sövik. Sigríður Höskuldsdóttur á
Kagaðarhóli flutti hugleiðingu
og fermingarbörn lásu ritningar-
orð. Kirkjan var fullsetin.
Mót fermingarbarna úr Þing-
eyraklaustursprestakalli og Ból-
staðarprestakalli var haldið í
Flóðvangi í Vatnsdal á annan í
hvítasunnu. Sóknarprestur sýndi
litskyggnur frá Róm og hann
og sr. Ólafur Hallgrímsson í
Bólstað ræddu m.a. um ferming-
una. Farið var í gönguferðir og
Þórdísarlundur skoðaður. Mót-
inu lauk í Þingeyrakirkju þar sem
sr. Ólafur flutti hugleiðingu og
sóknarprestur sagði frá sögu
kirkjunnar.
Við fermingarguðþjónustu í