Húnavaka - 01.05.1984, Page 223
HUNAVAKA
221
en í staðinn fjölmenntu Vöku-
konur upp í Hnitbjörg og
skemmtu sér með gamla fólkinu.
Aðalfundur félagsins var hald-
inn í febrúar og er það viðtekin
venja að borða þá þorramat, en
talsverður afgangur var af hon-
um frá þá nýafstöðnu þorrablóti,
sem haldið var fyrsta laugardag í
þorra. Allan mat fyrir þorrablótið
vinna félagskonur sjálfar, og
byrja því strax á haustin á undir-
búningi.
Boðsfundur var haldinn i marz
og oftast bjóða konurnar einum
gesti hver með sér, en nú síðast
var kvenfélögunum í Áshreppi og
Sveinsstaðahreppi boðið. Margar
konur mættu og var boðið upp á
fjölbreytt skemmtiatriði.
1 maí buðu Vökukonur eigin-
mönnum sínum eða öðrum með
sér út að borða og mæltist það vel
fyrir.
Stærstu liðirnir í fjáröflun eru
þorrablót og rækjuvinnsla, sem
fer fram í samvinnu við Lions-
menn, en rækjuvinnslan gaf
54.549 krónur í okkar hlut og er-
um við þakklátar öllum sem
gerðu hana mögulega. Kaffisala
var í nokkur skipti á árinu.
Kvenfélagið tók þátt í styrkt-
arsjóðsstarfi og flóamarkaði.
Unnið var fyrir basar, sem hald-
inn var fyrsta sunnudag í að-
ventu, og um leið var selt að-
ventukaffi. Ein kona fór á nám-
skeið í balderingu hjá Heimilis-
iðnaðarskólanum.
Kvenfélagið gaf á árinu leik-
tæki í Leikskólann á Blönduósi,
jólatré í Grunnskólann, jóla-
skreytingu í kirkjuna, Hnitbjörg
og Héraðshælið. Greiddur var
hlutur félagsins i viðgerð á Fé-
lagsheimilinu 38.000 krónur.
Gefinn var hluti í sjónvarpi til
þess að hafa á herbergjum þeirra
vistmanna á ellideild Héraðs-
hælisins sem ekki komast fram i
baðstofu til þess að horfa á sjón-
varpið.
Farið var í leikhúsferð til Ak-
ureyrar til þess að sjá söngleikinn
My fair lady og höfðu allir af því
hina bestu skemmtun.
Kvenfélaginu barst stórgjöf úr
dánarbúi Þorbjargar Bergþórs-
dóttur og Jónasar Tryggvasonar,
en þau höfðu alla tíð sýnt félaginu
mikinn velvilja, og vann Þorbjörg
ómetanlegt starf fyrir félagið í
fjölda ára, lengi sem formaður.
Ákveðið var að leggja þessa pen-
inga beint í pipuorgelsjóð fyrir
nýju kirkjuna sem nú er í smíðum
hér á Blönduósi.
Þrjár konur gengu í félagið á
árinu og viljum við hvetja konur
til að kynna sér starfið og koma til
samstarfs.
Theodóra Berndsen.