Húnavaka - 01.05.1984, Page 224
222
HUNAVAKA
AF VETTVANGI
HEILBRIGÐISMÁLA.
Héraðshœli:
Eins og sýslubúar hafa tekið eftir
hefur gamla Héraðshælisbygg-
ingin fengið nýjan og ferskan
svip. í sumar sem leið var sett ný
klæðning á allt þakið, þakrennur,
sem víða voru farnar að bila voru
lagfærðar og húsið allt málað að
utan. Áður hafði verið skipt um
glugga og gler í öllu húsinu. Hér-
aðshælisbyggingin er því búin að
fá sinn gamla blæ á nýjan leik og
fögnum við því öll.
Viðbygging við Héraðshœlið:
Eins og fram hefur komið í fyrri
fréttum um heilbrigðismál, hefur
lengi staðið til að byggja við
Héraðshælið. 1982 náðist sam-
komulag við heilbrigðisyfirvöld
um bygginguna og var á því ári
þegar hafist handa um að grafa
fyrir húsinu. Eins og almennt
gerist um opinberar fram-
kvæmdir er stjórnun verksins í
höndum Innkaupastofnunar
ríkisins. Fyrri part árs 1983 var
byggingin síðan boðin út fokheld.
Trésmiðjan Stígandi h.f. hér á
Blönduósi reyndist hafa hag-
stæðasta tilboðið og tók hún að
sér verkið, en því á að vera lokið í
lok febrúar 1985. Um síðustu
áramót var búið að steypa kjall-
ara og fyrstu hæð hússins. Eins og
áður hefur komið fram verður
viðbyggingin kjallari og þrjár
hæðir, alls í kringum 2.400 fer-
metrar.
Dvalarheimili aldraðra:
Ný lög um málefni aldraðra sáu
dagsins ljós í lok árs 1982 eða á ári
aldraðra. Markmið þessara laga
er að aldraðir fái þá heilbrigðis og
félagslegu þjónustu sem þeir
þurfa á að halda og að hún sé
veitt á því þjónustustigi sem er
eðlilegast og hagkvæmast miðað
við þörf og ástand þess aldraða.
Stefnt er þó jafnan að því að al-
draðir geti svo lengi sem verða má
búið við eðlilegt heimilislíf, en að
jafnframt sé séð fyrir nauðsyn-
legri stofnanaþjónustu þegar
hennar er þörf. í þessum lögum
eru dvalarstofnanir fyrir aldraða
skilgreindar. Dvalarheimili eru
ætluð öldruðu fólki, sem ekki er
fært um að annast eigið heimilis-
hald með aðstoð. Þar eiga að vera
einstaklingsherbergi, hjónaher-
bergi og fjölbýliseiningar. Dval-
arheimili aldraðra skal veita
þjónustu svo sem fullt fæði,
þvotta, þrif, umönnun, lyf, lækn-
ishjálp, hjúkrun, endurhæfingu
og félagsstarf. Eiga þau að vera
búin sameiginlegum vistarverum
til vinnu og tómstundastarfs.
Eins og við öll vitum er dval-
arheimili aldraðra á efstu hæð
Héraðshælisins löngu orðið of lít-
ið og ófullkomið, en með tilkomu