Húnavaka - 01.05.1984, Page 226
224
HUNAVAKA
Héraðshælinu hafa borist margar
góðar gjafir. Þótt þakkað hafi
verið fyrir þær á öðrum vettvangi
viljum við færa hér öllum þeim
mörgu enn einu sinni bestu
þakkir fyrir hugulsemi og hlýhug
til stofnunarinnar.
Þá minnist gamla fólkið, svo og
sjúklingar á Héraðshælinu með
þakklæti allra þeirra heimsókna
sem það hefur orðið aðnjótandi
bæði frá einstaklingum og
félagasamtökum sem veitt hafa
þeim bæði skemmtun og veiting-
ar. Eru slíkar heimsóknir jafnan
vel þegnar.
Sigursteim Guðmundsson, lceknir.
SÆRtJN HF.
Rækjuvinnslan Særún hf. tók á
móti 150 tonnum af rækju á ár-
inu frá fjórum bátum, Sæborgu,
Nökkva, Húnavík og Dagrúnu
frá Djúpuvík. Rækjan var veidd á
tímabilinu janúar-apríl.
Sæborgin veiddi 130 tonn af
skel í apríl og maí og lagði upp
hjá Særúnu hf., en í júní-septem-
ber lagði Nökkvinn og þrír að-
komubátar upp 150 tonn af
hrefnukjöti, sem var selt að mestu
á Japansmarkað.
Frá því í september og til ára-
móta tók rækjuvinnslan á móti
um 500 tonnum af skelfiski frá
fjórum bátum. Nökkvi og Sæborg
veiddu á hinum hefðbundnu
miðum í Húnaflóa, en tveir bátar
frá Sauðárkróki veiddu á nýjum
miðum á Skagafirði.
Keypt var hráefni fyrir 13
milljónir króna, og eftir vinnslu
varð söluverðmætið um 35
milljónir. Full vinna var allt árið,
og er það fyrsta árið í rekstri
fyrirtækisins sem ekkert uppihald
verður. Að jafnaði vinna um 25
manns hjá Særúnu, og má segja í
lokin að afkoman á síðasta ári
hafi verið mjög góð.
Kári.
VEGAGERÐ.
Umfangsmestu verkefni í vega-
gerð í sýslunni á síðasta ári voru á
vegum Landsvirkjunar, og er
lítillega getið um þann þátt í frétt
um virkjunarmál.
Önnur helstu verkefni vega-
gerðarmanna voru með hefð-
bundnum hætti. Á Norðurlands-
vegi var unnið við Hnausakvísl.
Lokið var að undirbyggja veginn
frá Hnausakvísl og vestur fyrir
Hólabak. Einnig var lagt bundið
slitlag þar á tvo kílómetra. Á
Norðurlandsvegi í Langadal var
lagður nýr vegur frá Æsustöðum
út að Auðólfsstaðaá. Vegurinn er
lagður á Blöndueyrum, og til þess
að það mætti takast þurfti að
færa eina kvísl Blöndu vestar.
Var mjög mikið verk og sullsamt
við færslu kvíslarinnar. Ný brú