Húnavaka - 01.05.1984, Page 227
HUNAVAKA
225
var byggð á Auðólfsstaðaá. Er
hún um 11 metra löng og sjö
metra breið.
Unnið var að endurbyggingu
Svínvetningabrautar við Sauða-
nes, en því verki ekki lokið. Þá
voru endurbyggðir rúmir fjórir
kílómetrar í Skagavegi frá
Víknalæk suður á Digramúla, og
nýtt ræsi sett í Geitakarlsá sem er
norðan við Múlann.
Töluverðu fé var varið til við-
halds Norðurlandsvegar á
Vatnsskarði, og einnig til við-
halds Svínvetningabrautar frá
Syðri-Löngumýri yfir um Svart-
árbrú. Annar landstöpullinn
brotnaði undan Svartárbrú, en
nýr var steyptur í hans stað.
Frekari endurbætur á brúnni
verða væntanlega gerðar í vor.
Oft finnst okkur mörgu ábóta-
vant um viðhald veganna, og á
það bæði við um sumar- og vetr-
arviðhald. Allt slíkt kostar mikla
peninga, og á þeim er oftast
skortur, ekki hægt að gera allt
sem æskilegt væri að gera. Þarna
er snjómoksturinn engin undan-
tekning. Snjómoksturinn færist
stöðugt í aukana því við biðjum
alltaf um meiri og meiri þjónustu
frá samfélaginu. Þó finnst okkur
oft á tíðum að ekki sé nóg gert í
þeim efnum, vegirnir oft illfærir
þegar við þurfum að ferðast.
Þessu verðum við þó að taka með
þolinmæði því að peningarnir
ráða þarna æði miklu eins og svo
víða annars staðar.
J.G.
KRABBAMEINSFÉLAG
A-HÚNAVATNSSÝSLU 15 ÁRA.
Krabbameinsfélag A-Húna-
vatnssýslu var stofnað 2. nóv.
1968 og átti því 15 ára afmæli nú
í vetur. Tildrögin að stofnun
Krabbameinsfélags A-Húna-
vatnssýslu voru meðal annars
þau að um þær mundir hafði
krabbamein í leghálsi færst mjög
í aukana. Krabbameinsfélag ís-
lands hafði þá ásamt Krabba-
meinsfélagi Reykjavíkur starf-
rækt leitarstöð á Suðurgötu 22 í
Reykjavík í rúm 5 ár. Hafði það
starf sem þar var unnið sýnt að
slíkar stofnanir áttu fullan rétt á
sér. Vaknaði í upphafi mikill
áhugi meðal kvenna hér í
A-Húnavatnssýslu fyrir þessum
málum. Með tilstuðlan Kvenfé-
lagasambandsins, héraðslæknis-
ins og formanns Krabbameinsfé-
lags Islands, sem þá var Bjarni
Bjarnason læknir, var félagið
stofnað eins og áður getur 2. nóv.
1968. Stofnfundurinn var hald-
inn í Félagsheimilinu og mættu
þar 120 manns. Fyrstu stjórn fé-
lagsins skipuðu: Elísabet Sigur-
geirsdóttir, Eyrún Gísladóttir,
Jón Isberg, Einar Þorláksson og
Sigursteinn Guðmundsson.
15