Húnavaka - 01.05.1984, Page 229
HUNAVAKA
227
haldi áfram að notfæra sér þessa
skoðun nú sem hingað til. Það er
engum vafa undirorpið að skoð-
anir þessar hafa bjargað margri
konunni hér í A-Húnavatnssýslu.
Eftir að Krabbameinsfélag
A-Húnavatnssýslu þurfti ekki
lengur að hugsa um leitarstöðina
hefur félagið eftir mætti reynt að
auka fræðsluþáttinn. í vetur hef-
ur félagið gengist fyrir fræðslu
um skaðsemi tóbaksreykinga,
bæði beinna og óbeinna, hér í
skólum sýslunnar. f framhaldi af
þeirri fræðslu fóru nemendur úr
12 ára bekk grunnskólans hér á
Blönduósi á ýmsa vinnustaði með
spjöld sem á voru letraðar setn-
ingar sem bentu fólki á skaðsemi
tóbaksreykinga.
Krabbameinsfélag A-Húna-
vatnssýslu er eitt fjölmennasta
krabbameinsfélag landsins. Ár-
gjöld greiddi 881 félagi á árinu
1983. Gjald til félagsins hefur að
jafnaði miðast sem næst við verð
eins sígarettupakka. f stjórn á 15
ára afmæli félagsins voru þau
Sigursteinn Guðmundsson for-
maður og hefur hann verið for-
maður frá upphafi, Brigitte Vil-
helmsdóttir, gjaldkeri, Margrét
Einarsdóttir, ritari, Vigdís
Ágústsdóttir og Hjördís Líndal
meðstjórnendur. Þess skal að lok-
um getið að í gegnum árin hefur
félagið fært Héraðshælinu svo og
Krabbameinsfélagi fslands, bæði
tæki og fjárupphæðir sem komið
hafa að góðu haldi í sambandi við
greiningu krabbameins.
Sigursteinn Guðmundsson, lœknir.
FRÉTTIR FRÁ
SKAGASTRÖND.
Ú tgerð.
Góð vetrarvertíð var i byrjun árs.
Voru sex bátar á rækjuveiðum
framan af vertíð, Auðbjörg HU 6,
Dagrún ST 12, Hafrún HU 12,
Helga Björg HU 7, Hringur HU
3 og Ólafur Magnússon HU 54.
Lögðu bátar þessir aflann upp
hjá Rækjuvinnslunni h.f. og var
heildarafli á vetrarvertíð 390
tonn. í marsmánuði hættu tveir
stærstu bátarnir, Ólafur og Haf-
rún, rækjuveiðum og sneru sér að
skelveiðum. Voru þær stundaðar
á grunnslóðum út af Skaga-
strönd. Seinna á vertíðinni fluttu
bátarnir sig á mið í Skagafirði
sem ekki höfðu verið reynd áður
til skelveiða. Var þar mokafli og
hafa heimamenn nú tekið að sér
veiðar á þeim slóðum. Skelfiskafli
á vertíðinni var 318 tonn.
Hrognkelsaveiðar voru reynd-
ar á vordögum af einum 20 tonna
bát og tveim trillum en afli var
enginn. Mun samanlögð hrogna-
taka þessara aðila hafa rúmast í