Húnavaka - 01.05.1984, Page 236
234
HUNAVAKA
sama markað. Fjöldi starfsmanna
var svipaður og árið áður.
Um mitt ár var ráðist í kaup á
varmadælu frá Pétri Valdimars-
syni tæknifræðingi á Akureyri.
Varmadæla þessi er framleidd í
Svíþjóð og framleiðir hún hjá
fyrirtækinu, eins og hún er sett
upp í dag, 14 þús. kcal, en mögu-
leiki er fyrir aukningu upp í 180
þús. kcal. Kemur hún í stað olíu-
kyndingar og rafofna og verður
kostnaður við kyndingu eftir
þessar breytingar mun minni en
áður.
Með varmadælunni er hitinn
frá frystipressunum nýttur til að
hita upp vatn sem varmadælan
vinnur svo úr, þannig að hún
skilar 60° C heitu vatni inn á
miðstöðvarofna og neysluvatnið
er hitað upp með plötuhitara í
allt að 40-50° C.
Rækjuvinnslan tók á móti 836
tonnum af rækju á árinu, þar af
voru 273 tonn hafrækja. Nokkuð
stöðug vinna var hjá fyrirtækinu,
þó komu lítils háttar eyður í yfir
sumarmánuðina en með aukinni
veiði á hafrækju hefur vinnsla
stóraukist á sumrin. Þrír að-
komubátar lögðu upp hafrækju
hjá fyrirtækinu sl. sumar fyrir ut-
an þá heimabáta sem stunduðu
veiðarnar. Hjá Rækjuvinnslunni
starfa að meðaltali 20-30 manns.
Var á síðasta ári sett upp ný
rækjuþvottavél svo og gerðar
ýmsar aðrar breytingar í hag-
ræðisátt.
Lítil umsvif eru hjá Síldar-
verksmiðjum ríkisins á Skaga-
strönd um þessar mundir. Hjá
fyrirtækinu vinna 3-4 menn og
eru brædd þar fiskbein og fiskúr-
gangur. Lítils háttar er jafnframt
unnið af þorskhausum í skreið.
Á árinu 1983 voru framleidd
250 tonn af fiskimjöli og er verð-
mæti þeirrar framleiðslu 3
milljónir króna. Allt mjölið er selt
í Húnavatnssýslur og raunar hef-
ur orðið að flytja mjöl frá S.R.
Siglufirði til að fullnægja eftir-
spurn.
Iðnaður.
Starfsemi Trésmiðju og skipa-
smíðastöðvar Guðmundar Lár-
ussonar var með líku sniði og
undanfarin ár. Var unnið að ým-
iss konar byggingarvinnu, svo
sem klæðningu húsa, viðhaldi og
endurbyggingum. Aðalverkefni
stöðvarinnar var þó bygging
dráttarbrautar í Skagastrandar-
höfn á vegum Höfðahrepps.
Hófust framkvæmdir í maímán-
uði og var hætt í nóvember, enda
óhægt um vik að starfa að slíkum
framkvæmdum yfir veturinn.
Dráttarbrautin er 130 metra
löng og eru þrír garðar steyptir í
sjó fram, en á þessa garða kemur
járnsleði, sem ber uppi bátana,
þegar þeir eru dregnir upp í