Húnavaka - 01.05.1984, Page 238
236
HUNAVAKA
Skólar ogfélagslíf.
Starf Höfðaskóla hefur verið með
svipuðu sniði í vetur og undan-
farin ár. í skólanum eru nú 130
nemendur í 10 bekkjardeildum.
Þær breytingar urðu á kennara-
liði að Jónas Baldursson og Guð-
mundur H. Sigurðsson létu af
ströfum en í stað þeirra komu
Björk Axelsdóttir og Ingibergur
Guðmundsson. Með tilkomu nýs
húsnæðis um áramótin 1982-
1983 breyttist öll kennsluaðstaða
til hins betra. Bættist þar við
stofa til smíðakennslu og önnur
fyrir hannyrðir. Þá er matreiðsla
kennd í nýju skólaeldhúsi, ein
stofa er fyrir raungreinar, önnur
fyrir bókasafn en sú þriðja er
ætluð til almennrar kennslu auk
þess að vera samkomusalur skól-
ans.
Á haustdögum var starfsemi
kvöldskólans einnig endurvakin
eftir nokkurra ára hlé. Fyrir ára-
mót var kennd enska, íslenska,
vélritun og bókfærsla. Nemendur
voru 45, á aldrinum 13-63 ára.
Starfsemi Tónlistarskóla A,-
Hún. á Skagaströnd var með
hefðbundnum hætti á liðnu ári.
Steinunn Berndsen kennir á
píanó, blokkflautu og gítar auk
tónfræði eins og árið áður. Nem-
endur voru um 30.
Feður barnanna á leikskólan-
um Barnabóli smíðuðu á síðasta
sumri, í sjálfboðavinnu, þrjú
smáhús yngstu kynslóðinni að
leik. Daglega sækja 30 börn leik
og starf í Barnaból.
Fá hús á staðnum eru líklega
betur nýtt að vetri til en félags-
heimilið Fellsborg. Öll leikfimi-
kennsla skólabarna fer þar fram
svo og aðrar innanhússíþróttir,
því ekkert íþróttahús er til staðar.
I kjallara hússins er bókasafnið og
alls voru tæplega 6300 bækur
lánaðar út á síðasta ári sem er
33% aukning. Gestir safnsins voru
einkum börn og unglingar. Sú
nýbreytni var tekin upp að lána
út tímarit og gafst það vel. Hafa
margir komið og gefið safninu
heilu árgangana af ýmsum tíma-
ritum, s.s. Vikunni og Heima er
best.
Leiklist fer einnig að mestu
fram í félagsheimilinu. Leik-
klúbbur Skagastrandar sýndi síð-
astliðinn vetur leikritið „Er þetta
ekki mitt líf“ eftir Brian Clark, í
leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldason-
ar. Var það sýnt sex sinnum og
fékk góða dóma. Þá stóð leik-
klúbburinn fyrir dagskrá úr
verkum Jónasar Árnasonar um
síðustu jól. Var Jónas þar mættur
og skemmti hann gestum í lokin
með söng og gamanyrðum.
Skáklíf var fremur dauft á sl.
ári. Aðeins eitt mót var haldið,
um titilinn Skákmeistari Skaga-
strandar, og varð Magnús Ólafs-
son sigurvegari. Þá tóku skák-