Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Síða 24

Ægir - 01.04.2014, Síða 24
24 Frá og með næsta skólaári býð­ ur Fisktækniskóli Íslands starfs­ fólki og stjórnendum í fisk­ vinnslum upp á nýtt nám; Marel vinnslutækni. Námið er skipu­ lagt í samstarfi skólans við Mar­ el og hefur að markmiði að mæta þörfum fiskvinnslunnar fyrir aukna sérhæfingu starfs­ fólks, bakgrunn og þekkingu á tækni og hugbúnaði. Með nám­ inu er starfsfólk í fiskvinnslu þjálfað í réttum stillingum tækja búnaðar, fær fræðslu um rétta umhirðu hans og mikil­ vægi reglubundins viðhalds, lærir um meginatriði hugbún­ aðar í framleiðslustýringu og hvern ig tækjabúnaðurinn stuðl­ ar að auknum afköstum og arð­ semi fyrirtækja í fjárfestingum í fiskvinnslu. Marel vinnslutækni er eins árs nám, þ.e. tvær annir og er kennt í lotum. Námsárinu er skipt í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónarmanns. Námið er 36 ein- ingar en inntökuskilyrði eru að nemendur hafi lokið námi í fisk- tækni eða sambærilegu námi. „Þetta er að okkar mati spennandi nám sem gefur mikla möguleika hvað varðar störf við vél- og hugbúnað frá Marel. Við erum fullviss um að fiskvinnslur sjái hag sinn í að hafa slíka sér- menntaða starfsmenn innan sinna raða,“ segir Ásdís Vilborg Pálsdóttir hjá Fisktækniskólan- um. Önnur nýjung í námsfram- boði Fisktækniskólans í haust er eins árs nám í gæðastjórnun og þurfa nemendur einnig að hafa lokið námi í fisktækni eða samb- ærilegu námi. Líkt og áður býð- ur síðan skólinn nám á fisk- vinnsluínu, sjómennskulínu og fiskeldislínu. Nánari upplýsingar um nám- ið er að finna á heimasíðu skól- ans, www.fiskt.is, en innritun fyr- ir haustönn er hafin. F isk v in n slu n á m Fisktækniskólinn: Ný námsleið í sam- starfi við Marel Allt til línuveiða www.isfell.is Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Nýja námsleiðin í Fisktækniskólanum gefur sérstaka fagþekkingu til að vinna með vélar og hugbúnað frá Marel.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.