Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 12
8
Saga Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) er
samofin sögu sávarútvegs á Íslandi en
fyrirtækið var stofnuð 1956 af aðilum
tengdum sjávarútvegi. Þar liggja því
ræturnar. Að sögn Hjálmars Sigurþórs-
sonar, framkvæmdastjóra fyrirtækja-
þjónustu TM, er félagið nú leiðandi í vá-
tryggingaþjónustu fyrir sjávarútveginn á
Íslandi og hefur verið um áratugaskeið.
Heilsufar sjómanna
„Við höfum verið með bás á mörgum
undanförnum sjávarútvegssýningum en
sýningin er tilvalinn vettvangur fyrir þá
sem starfa á einhvern hátt í sambandi
við sjávarútveginn,“ segir Hjálmar. „Þar
fáum við kjörið tækifæri til að hitta þá
sem tengjast sjávarútvegi, alla á sama
stað. Við teljum að vera okkar á sýn-
ingunni hafi skapað mjög jákvæða sýn á
starfsemi Tryggingamiðstöðvarinnar. Við
höfum kynnt starfsemina á þessum sýn-
ingum auk nýjunga sem við bjóðum upp
á,“ segir Hjálmar.
Heilsa sjómanna var þema TM á síð-
ustu sjávarútvegssýningu sem heppn-
aðist geysilega vel að sögn Hjálmars.
Gefin var út matreiðslubók fyrir sjó-
kokka sem var afhent sýningargestum
auk fræðslumyndbands. „Við buðum
líka upp á heilsufarsmælingar í básnum
sem sýningargestir tóku mjög vel í og
létu mjög margir mæla sig,“ segir hann.
TM og sjávarútvegurinn
„Þemað á sýningunni í ár er saga TM og
hvernig hún er samofin sögu sjávarút-
vegs á Íslandi. Við verðum í því skyni
með ýmislegt á básnum okkar sem
tengist sögunni og útskýrum hvernig
TM hefur þróast og vaxið samhliða vax-
andi sjávarútvegi. En þótt saga fyrirtæk-
isins sé þemað í ár erum við á sýn-
ingunni til í að hitta núverandi og vænt-
anlega viðskiptavini og útskýra, maður á
mann, upp á hvað við höfum að bjóða,“
segir Hjálmar. Hann tekur þó fram að
þótt heilsa sjómanna hafi verið þemað á
síðustu sýningu hafi TM ekki slakað
neitt á með þann boðskap.
„Bókin „Hollusta í hafi“ var hluti af
þeim boðskap sem við viljum koma til
sjómanna enda hefur hún lagst geysi-
lega vel í viðskiptavini okkar hvort sem
þeir eru á hafi eða bara heima hjá sér,“
segir Hjálmar og bætir við að á hans
heimili séu iðulega eldaðir réttir upp úr
þessari bók. Það skipti auðvitað alla,
bæði sjómenn og aðra, miklu máli að
borða hollan og næringarríkan mat. „Þar
komum við sterkir inn ekki síður en með
tryggingar,“ segir Hjámar að lokum og
brosir.
Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu TM.
Matreiðslubókin „Hollusta í hafi“, sem TM gaf út, sló í gegn á síðustu sýningu.
Ræturnar liggja
í sjávarútvegi
tm.is Bás F11
Tryggingamiðstöðin
Síðumúla 24, Reykjavík
Sími 515 2000
tm@tm.is
Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 tm@tm.is tm.is
Gömul saga og ný
TM var stofnað af aðilum sem tengjast sjávarútvegi sterkum böndum. Félagið er í dag leiðandi
á sviði vátryggingaþjónustu fyrir sjávarútveg og hefur sérhæft sig í lausnum sem tryggja
hagsmuni atvinnugreinarinnar, jafnt á sjó sem í landi.
Hjá TM starfar sérstakt teymi sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á sjávarútvegi og sérstökum
þörfum hans á sviði vátrygginga.
Ykkur er boðið á sögusýningu á Sjávarútvegssýningunni í Fífunni, 25. – 27. september.
Verið velkomin.
tm.is/sjavarutvegur
Saga TM er samofin sögu sjávarútvegs á Íslandi