Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 114

Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 114
110 Sægreifinn við Geirsgötu er veitingahús sem á sér enga hliðstæðu og hróður hans berst um veröld víða á bloggsíðum og í umfjöllun fjölmiðla um allar álfur. Staðurinn mælir með sér sjálfur og það sætir litlum tíðindum lengur að erlendir fjölmiðlamenn birtist þar til að fjalla um Greifann og matinn þar. Umfjöllun þeirra hefur áhrif. „Hingað koma aftur og aftur erlendir gesir sem fréttu af Sægreifanum í fjöl- miðlum heima fyrir. Á dögunum var hér til dæmis Bandaríkjamaður sem einmitt las um okkur í New York Times, blaðinu sem kallaði humarsúpu Sægreifans þá bestu í heimi!“ segir Elísabet Jean Skúladóttir. Hún keypti veitingarekstur- inn af Kjartani Halldórssyni árið 2011 og heldur þar striki Sægreifans eina og sanna. „Ég byrjaði að vinna hérna 2005 og 2009 tók ég að mér að reka staðinn fyr- ir Kjartan. Hann fór svo að nudda í mér að taka skrefið til fulls og kaupa rekstur- inn en ég var treg til þess þar til foreldr- ar mínir sannfærðu mig um að kýla á þetta. Ábyrgðin er auðvitað mikil, opið alla daga ársins og þrjátíu manns á launaskrá. Sumarfrí heyra sögunni til að miklu leyti en þetta er gaman og gef- andi, enda mjög gott starfsfólk og margir hafa verið lengi. Mórallinn er fínn og við erum góðir vinir, enda eins gott því hér er þröngt á þingi og ekki vítt til veggja.“ Starandi vaxkarl truflaði frú Kjartan Sægreifi hefur glímt við erfið veikindi undanfarin tvö ár. Vorið 2013 varð að taka af honum fót neðan við hné og hann dvelur nú á hjúkrunarheim- ilinu Eir. Andi hans svífur samt yfir forn- um slóðum og Elísabet viðheldur starf- seminu í þeim anda í stórum dráttum. Þetta undirstrikaði hún með því að láta gera vaxmynd af Kjartani í fullri líkams- stærð og hafa á stól í innri salnum á jarðhæðinni. Amerísk hjón voru þar við borð í sumar. Þegar þau höfðu setið um hríð hnippti frúin í bónda sinn og benti á karl sem sæti úti í horni og starði stöð- ugt á sig. Hún tók auðvitað gleði sína snarlega þegar starfsmaður upplýsti hana um hvernig í málinu lægi. Gestir kunna annars vel að meta nálægð Kjart- ans vaxgreifa. „Sægreifaandinn skiptir öllu máli. Ég vil halda staðnum eins og menn þekkja hann og hrófla ekki við innréttingum. Svo vil ég halda í fastagesti sem Kjartan kom sér upp, fólkið sem kemur hingað til að borða siginn fisk og selspik, kæsta skötu og ýmislegt annað sem það fær tæplega eða alls ekki annars staðar. Viðmót gagnvart gestum fylgdi með í kaupum og þannig vil ég líka hafa það. Íslendingum fjölgar í viðskiptavina- hópnum, ekki síst ungu fólki. Erlendir ferðamenn eru samt í miklum meirihluta árið um kring og voru enn fleiri í sumar en í fyrra. Humarsúpan var helsta að- dráttaraflið en nú er svo komið að grill- fiskur á spjóti er álíka eftirsóttur og súp- an.“ Næst dagskrá: pungapróf! Kjartan er sjómaður í húð og hár, kokkur til sjós áður en hann stökk í land og gerðist fisksali og veitingamaður. El- ísabet gæti aðveldlega verið greifynja en ekki sægreifynja, ekki ennþá að minnsta kosti. „Nei, ég hef aldrei verið til sjós en þigg gjarnan boð um pláss á bát til að prófa! Það er reyndar einn af stærstum draumum mínum að róa til fiskjar og sá draumur mun rætast. Við pabbi ætlum nefnilega að hefja nám haustið 2015 og taka pungaprófið. Sjá- um til hvað gerist svo.“ saegreifinn.is Sægreifinn Geirsgötu 8, Reykjavík Sími 553 1500 seabaron8@gmail.com Morgunkaffi á Sægreifanum. Elísabet Jean Skúladóttir, Guðmundur Jónsson, Kjartan „vaxgreifi“ Halldórsson og Hörður Guðmundsson. Kjartan Halldórsson og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, hittust á Eir núna í september þegar forsýnd var splunkuný heimildarmynd Eiríks Guðmundssonar um Kjartan Sægreifa. Myndin verður sýnd í sjónvarpi RÚV í vetur. Andi Sægreifans blívur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.