Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 88

Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 88
84 Mörg mikilvæg framfaraskref hafa verið stigin á undanförnum áratugum í ís- lenskum sjávarútvegi. Eitt þeirra er stofnun fiskmarkaða. Með tilkomu þeirra varð veruleg breyting á möguleikum út- gerðar og fiskvinnslu í landinu sem ótví- rætt hefur orðið til þess að auka verð- mætasköpun í sjávarútvegi sem er öll- um til góðs. Allar götur frá stofnun fyrsta fiskmark- aðarins hér á landi hafa einnig orðið miklar framfarir í því umhverfi sem snýr að sölu á fiski á fiskmörkuðum. Þróað hefur verið fullkomið uppboðs- og upp- lýsingakerfi, sameiginlegt á öllum fisk- mörkuðum landsins sem hefur vakið athygli annarra Evrópuþjóða. Samstarf fiskmarkaða í Reiknistofu fiskmarkaða og Umbúðamiðlun hefur komið Fisk- markaði Íslands í fremstu röð sambæri- legra fyrirtækja. Jafn aðgangur að hráefni En spurningn var þessi: Hvers vegna fiskmarkaðir? Til þess að það sé sem eðlilegastu verðmyndun á sjávarafurð- um almennt er nauðsynlegt að ákveðið hlutfall í hverri tegund fari í gegnum söluferli á almennu uppboði sem allir hafi jafnan aðgang að. Grundvöllur þess að hér verði áfram reknar minni og milli- stórar fiskvinnslur sem sérhæfa sig í hin- um ýmsu tegundum og framleiðsluein- ingum er sá að þær hafi jafnan aðgang að hráefni. Verulegur hluti þeirra er ekki í útgerð. Með tilkomu fiskmarkaða hafa þessar vinnslur haft aðgang að hráefni og hafa þannig getað tekið jafnan þátt í þeirri verðmætaaukningu sem orðið hefur. Áhrif samþjöppunar En hver hefur þróunin verið og hvað er framundan? Páll Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands: „Ég verð að viðurkenna að ég hef ákveðnar áhyggjur af því hvort framboð á íslensk- um fiskmörkuðum verði nægt til þess að fyrrgreind atriði nái fram að ganga. Sí- fellt meiri samþjöppun í sjávarútvegi í þá veru að sá stóri verður enn stærri og þeim minni fækkar er áhyggjuefni.“ Páll segir aukin afskipti stjórnmála- manna af sjávarútvegi einnig áhyggju- efni. Það sé ekki þeirra að grípa til sér- tækra aðgerða til að hlutast til um mið- stýringu á því hver, hvar og hverning fiskur er veiddur, verkaður og seldur. „Slíkt mun að mínu viti draga úr verð- mætasköpun og hagkvæmni í greininni á sama tíma og þessir sömu stjórnmála- menn tala um að hámarka þurfi arðsemi greinarinnar þannig að hún skili meiru í sameiginlega sjóði þjóðarbúsins í gegn- um veiðigjöld.“ Skýrar leikreglur Páll segir að séu leikreglur skýrar og að allir sitji við sama borð í þeirri samkeppni, sem óneitanlega er um hrá- efnið, eigi ekki að þurfa að kvíða neinu. En Páll segir svo ekki vera. „Efasemdir mínar snúa einkum að svokallaðri endurvigtun á hráefni. Ég tel einnig að það ætti að vera krafa að fyrirtæki, sem fær úthlutað t.d. 10 þús. tonnum í aflaheimildum og veiðir þær allar en verkar sjálft ekki nema 9 þúsund, verði skylt að miðla þeim þúsund tonnum, sem það ekki verkar, í gegnum fisk- markað, þar sem aðrir og allir hafa þá möguleika á að kaupa,“ segir Páll. fmis.is Bás P20 Fiskmarkaður Íslands Norðurtanga, Ólafsvík Sími 430 7000 fmis@fmis.is Fiskmarkaðir – hvers vegna? Páll Ingólfsson er framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.