Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 60

Ægir - 01.08.2014, Blaðsíða 60
56 Sigurður Páll Hauksson forstjóri Deloitte. Deloitte og sjávar- útvegsfyrirtækin á sama bát deloitte.is Deloitte Smáratorg 3, Kópavogi Sími 580 3000 deloitte@deloitte.is „Sjávarútvegurinn er fjöreggið okkar, kannski finnst okkur nærvera hans svo sjálfsögð að við tökum ekki eftir því hve mikilvæg atvinnugreinin er landsmönn- um og þjóðarbúinu,“ segir Sigurður Páll Hauksson, forstjóri endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins Deloitte frá 1. júní 2014. Hann hefur verið starfsmaður og einn eigenda Deloitte um árabil og er því öllum hnútum kunnugur þar á bæ. Reyndar liggur við að telja megi Deloitte til fyrirtækja í sjávarútvegi því svo mikið og víða kemur starf endurskoðenda og ráðgjafa Deloitte við sögu í þessari undirstöðuatvinnugrein landsmanna. „Endurskoðun Sigurðar Stefánssonar, einn af forverum Deloitte, starfaði mikið í sjávarútvegi. Tengslin við sjávarútvegs- fyrirtækin urðu því arfleifð okkar og þau tengsl höfum við ræktað vel, styrkt og eflt. Við erum þekkingarfyrirtæki, miðl- um þekkingu og stuðlum að því að við- skiptavinir okkar reki félög sín af sem mestri skilvirkni og hagkvæmni og skapi enn meiri verðmæti úr takmarkaðri auð- lind sjávarins,“ segir Sigurður. „Deloitte á viðskipti við fyrirtæki um allt land og viðskiptavinir okkar ráða yfir meirihluta aflahlutdeildar á Íslandsmið- um. Við erum langstærsta endur- skoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið sem sinnir sjávarútvegi og þannig hefur það verið í mörg ár.“ Veiðigjöldin stuðluðu að samþjöppun Þegar hvað harðast var tekist á um veiðigjöldin á síðastliðnu kjörtímabili Al- þingis birti Deloitte skýrslur og upplýs- ingar um áhrif skattheimtunnar á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og á þróun í greininni yfirleitt. Þung orð féllu á köflum á báða bóga og pólitískir merkisberar þáverandi veiðigjaldahugmynda sök- uðu Deloitte um að ganga erinda út- vegsmanna og annarra þeirra sem hvað harðast börðust gegn gjaldheimtunni. Því vísar forstjóri Deloitte á bug. „Sjálfsagt er að spyrja sig hvort rétt sé af okkur að blanda okkur í ofureld- fima stjórnmála- og dægurmálaumræðu en við gátum einfaldlega ekki látið hjá líða að draga fram upplýsingar úr gagnagrunni okkar í sjávarútvegi, meta afleiðingar veiðigjaldahugmyndanna og koma þeim á framfæri opinberlega. Því miður hefur margt af því sem við spáð- um ræst. Veiðigjöldin hafa til dæmis stuðlað að meiri samþjöppun í greininni, þvert á yfirlýsingar stjórnmálamanna sem mæltu þeim bót. Staðreyndin er nefnilega sú að mörg lítil og meðalstór fyrirtæki hafa sameinast stærri fyrirtækj- um. Fyrirtækjum fækkar og þau stækka. Þessi þróun virðist halda áfram. Nú tek ég skýrt fram að stórar rekstrareiningar hafa sína kosti og geta til dæmis staðið undir þróunar- og rannsóknarvinnu sem leggur grunn að nýsköpun og meiri verðmætasköpun.“ Peð á taflborði erlendrar samkeppni Sigurður Páll segist bjartsýnn fyrir hönd sjávarútvegsins en sér samt ástæðu til að setja ákveðna fyrirvara. „Vonandi ber okkur gæfa til að hafa laga- og regluum- hverfi sjávarútvegsins á skynsömum nótum. Við keppum við stórfyrirtæki á alþjóðamarkaði og erum bara peð á því taflborði. Alls ekki er sjálfgefið að ís- lenskur sjávarútvegur sé í fremstu röð! Það þarf vilja, útsjónarsemi og dugnað til og hvetjandi umgjörð og leikreglur.“ Og hann heldur áfram: „Gjaldeyrishöftin hafa til dæmis nei- kvæð áhrif og gera fyrirtækjum erfiðara að fjárfesta erlendis. Ný íslensk sprota- fyrirtæki í sjávarútvegi eiga ekki hægt um vik að sækja á erlendan markað í gjaldeyrishöftum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.