Ægir - 01.08.2014, Side 60
56
Sigurður Páll Hauksson forstjóri Deloitte.
Deloitte og sjávar-
útvegsfyrirtækin
á sama bát
deloitte.is
Deloitte
Smáratorg 3, Kópavogi
Sími 580 3000
deloitte@deloitte.is
„Sjávarútvegurinn er fjöreggið okkar,
kannski finnst okkur nærvera hans svo
sjálfsögð að við tökum ekki eftir því hve
mikilvæg atvinnugreinin er landsmönn-
um og þjóðarbúinu,“ segir Sigurður Páll
Hauksson, forstjóri endurskoðunar- og
ráðgjafarfyrirtækisins Deloitte frá 1. júní
2014. Hann hefur verið starfsmaður og
einn eigenda Deloitte um árabil og er
því öllum hnútum kunnugur þar á bæ.
Reyndar liggur við að telja megi Deloitte
til fyrirtækja í sjávarútvegi því svo mikið
og víða kemur starf endurskoðenda og
ráðgjafa Deloitte við sögu í þessari
undirstöðuatvinnugrein landsmanna.
„Endurskoðun Sigurðar Stefánssonar,
einn af forverum Deloitte, starfaði mikið
í sjávarútvegi. Tengslin við sjávarútvegs-
fyrirtækin urðu því arfleifð okkar og þau
tengsl höfum við ræktað vel, styrkt og
eflt. Við erum þekkingarfyrirtæki, miðl-
um þekkingu og stuðlum að því að við-
skiptavinir okkar reki félög sín af sem
mestri skilvirkni og hagkvæmni og skapi
enn meiri verðmæti úr takmarkaðri auð-
lind sjávarins,“ segir Sigurður.
„Deloitte á viðskipti við fyrirtæki um
allt land og viðskiptavinir okkar ráða yfir
meirihluta aflahlutdeildar á Íslandsmið-
um. Við erum langstærsta endur-
skoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið sem
sinnir sjávarútvegi og þannig hefur það
verið í mörg ár.“
Veiðigjöldin stuðluðu að samþjöppun
Þegar hvað harðast var tekist á um
veiðigjöldin á síðastliðnu kjörtímabili Al-
þingis birti Deloitte skýrslur og upplýs-
ingar um áhrif skattheimtunnar á afkomu
sjávarútvegsfyrirtækja og á þróun í
greininni yfirleitt. Þung orð féllu á köflum
á báða bóga og pólitískir merkisberar
þáverandi veiðigjaldahugmynda sök-
uðu Deloitte um að ganga erinda út-
vegsmanna og annarra þeirra sem hvað
harðast börðust gegn gjaldheimtunni.
Því vísar forstjóri Deloitte á bug.
„Sjálfsagt er að spyrja sig hvort rétt
sé af okkur að blanda okkur í ofureld-
fima stjórnmála- og dægurmálaumræðu
en við gátum einfaldlega ekki látið hjá
líða að draga fram upplýsingar úr
gagnagrunni okkar í sjávarútvegi, meta
afleiðingar veiðigjaldahugmyndanna og
koma þeim á framfæri opinberlega. Því
miður hefur margt af því sem við spáð-
um ræst. Veiðigjöldin hafa til dæmis
stuðlað að meiri samþjöppun í greininni,
þvert á yfirlýsingar stjórnmálamanna
sem mæltu þeim bót. Staðreyndin er
nefnilega sú að mörg lítil og meðalstór
fyrirtæki hafa sameinast stærri fyrirtækj-
um. Fyrirtækjum fækkar og þau stækka.
Þessi þróun virðist halda áfram. Nú tek
ég skýrt fram að stórar rekstrareiningar
hafa sína kosti og geta til dæmis staðið
undir þróunar- og rannsóknarvinnu sem
leggur grunn að nýsköpun og meiri
verðmætasköpun.“
Peð á taflborði erlendrar samkeppni
Sigurður Páll segist bjartsýnn fyrir hönd
sjávarútvegsins en sér samt ástæðu til
að setja ákveðna fyrirvara. „Vonandi ber
okkur gæfa til að hafa laga- og regluum-
hverfi sjávarútvegsins á skynsömum
nótum. Við keppum við stórfyrirtæki á
alþjóðamarkaði og erum bara peð á því
taflborði. Alls ekki er sjálfgefið að ís-
lenskur sjávarútvegur sé í fremstu röð!
Það þarf vilja, útsjónarsemi og dugnað
til og hvetjandi umgjörð og leikreglur.“
Og hann heldur áfram:
„Gjaldeyrishöftin hafa til dæmis nei-
kvæð áhrif og gera fyrirtækjum erfiðara
að fjárfesta erlendis. Ný íslensk sprota-
fyrirtæki í sjávarútvegi eiga ekki hægt
um vik að sækja á erlendan markað í
gjaldeyrishöftum.“