Húnavaka - 01.05.1988, Page 13
HUNAVAKA
11
ferðir með honum og þá á hestum í misjöfnu veðri og færi, en þar var
ekki vol eða víl.
Um áramótin 1929-1930 var lítið um vinnu hér. Okkur Þormóði,
fósturbróður minum, datt þá í hug að freista gæfunnar og fara til
Vestmannaeyja og gerast þar landmenn
á vetrarvertíð. Þá urðum við að fara
gangandi til Borgarness og við sam-
mæltumst því við þrautreyndan og
kunnugan sjómann, Ólaf Björnsson frá
Syðra-Hóli, sem oft var búinn að fara
þessa leið.
Dag nokkurn upp úr áramótunum var
lagt af stað frá Blönduósi í norðaustan
skafhríðarveðri en fjallabjörtu, höfðum
við vindinn í bakhlutann og sóttist ferð-
in með afbrigðum vel. Við náðum að
Reykjum í Hrútafirði um kvöldið og
gistum þar. Daginn eftir var norðan
hríðarveður og fórum við aðeins að
Grænumýrartungu, þar sem við töldum
ekki ráðlegt að leggja á heiðina. Morguninn eftir var komið gott veður
og tókum við daginn snemma. Ferðin gekk seint, því að komin var
kafófærð norðan í heiðinni og gengum við í halarófu og fórum fyrir til
skiptis til þess að troða slóð. Við bárum dálitla pinkla og að auki nesti,
sem við fengum í Grænumýrartungu.
Þegar við komum að Hæðarsteini, tylltum við okkur niður og tók-
um til nestisins, en rétt í því gekk að með koldimmt él. Okkur varð
hverft við og rukum upp til handa og fóta og héldum af stað. Það voru
ekki burðugir karlar sem trítluðu áfram suður. Skömmu síðar birti
jafnskjótt og að hafði syrt og færið batnaði. Við vorum því býsna
kotrosknir er við komum í Fornahvamm, en héldum fljótt af stað aftur
og komumst í Hraunsnef um kvöldið.
Daginn eftir var bjart og gott veður, en lítið miðaði okkur áfram.
Við vorum frá af strengjum eftir langa og erfiða göngu daginn áður.
Samt náðum við í Borgarnes og gistum þar. Þaðan tókum við svo far
með skipi, sem hét Suðurland, til Reykjavíkur og síðan með strand-
ferðaskipi til Vestmannaeyja.
Vinnan í Vestmannaeyjum var nýstárleg lífsreynsla, en jafnframt sá
Björn Jónsson á Ytra-Hóli.