Húnavaka - 01.05.1988, Page 34
32
HUNAVAKA
Slíkur þankagangur er verulega góður þeim, sem um þessi mál fjalla
og ekki væri síður gott að geta tekið undir með honum að loknu verki,
þar sem hann segir í síðasta erindi þessa kvæðis:
Þótt enn sé margt sem er illa lest
og aldirnar leifðu skörðu,
er flækjan greidd sem ég gat það best
gamli maður í jörðu.
Fyrir fáum árum kom út, í tveim bindum, ritið Landið og Land-
náma. Sjáanlega liggur að baki þess mikil vinna og er þess getið að
nokkru í formála. Fjarri fer því að ég ætli mér að leggja neins konar
dóm á það hversu til hefur tekist hjá höfundi, heildarlega séð, til þess
skortir mig raunar flest. Ég hef að vísu lesið fslendingasögurnar
nokkuð eins og flestir þeir, sem komnir eru til aldurs, en ekkert um-
fram það. En þar sem staðfræði er lögð til grunna þessa rits, jafnhliða
Landnámu sjálfri, tel ég í sambandi við landnám Ævars gamla að of
mikillar viðleitni gæti hjá höfundi að ákvarða honum fyrstu búsetu
með því að útiloka annan þeirra tveggja staða, sem verið hafa í
umræðunni, virðist hann vilja færa öll rök að því að Ævarsskarð hafi
verið þar sem nú heitir Litla-Vatnsskarð.
Hinn staðurinn, sem til greina hefur komið, er hið nafnlausa skarð
eða dalur frá Bólstaðarhlíð og vestur til Blöndu.
f Landnámu segir svo: „Ævar hét maður, sonur Ketils helluflaga og
Þuríðar dóttur Haralds konungs gullskeggs úr Sogni. Ævar átti . . . ,
þeirra sonur var Véfröður. Synir Ævars, laungetnir, voru þeir Karli og
Þorbjörn strjúgur og Þórður mikill. Ævar fór til íslands úr víkingu og
synir hans aðrir en Véfröður. Með honum fór út Gunnsteinn frændi
hans og Auðólfur og Gautur, en Véfröður var eftir í víkingu. Ævar
kom skipi sínu i Blönduós. Þá voru numin lönd fyrir vestan Blöndu.
Ævar fór upp með Blöndu að leita sér landnáms. En er hann kom þar,
sem nú heita Móbergsbrekkur, setti hann niður stöng háva og kveðst
þar taka Véfröði, syni sínum, bústað. Síðan nam hann Langadal allan
upp þaðan og svo þar fyrir norðan háls. Þar skifti hann löndum með
skipverjum sínum. Ævar bjó í Ævarsskarði. Véfröður kom út síðar í
Gönguskarðsárósi og gekk norðan til föður síns og kenndi faðir hans
hann eigi. Þeir glímdu svo að upp gengu stokkar allir í húsinu, áður
Véfröður sagði til sín. Hann gerði bú að Móbergi sem ætlað var, en