Húnavaka - 01.05.1988, Qupperneq 35
HUNAVAKA
33
Þorbjörn strjúgur á Strjúgsstöðum, en Gunnsteinn á Gunnsteinsstöð-
um, Karli á Karlastöðum, Þórður á Mikilsstöðum, Auðólfur á Auð-
ólfsstöðum, Gautur byggði Gautsdal. Hann var einhendur. Þeir Ey-
vindur sörkvir fóru sér sjálfir og vildu eigi lifa Ingimund inn gamla.
Haukur bjó þar, sem nú heita Hauksgrafir.“
Svo mörg eru þau orð í Landnámu sem hægt er að byggja á hvar
fyrsta bólfesta Ævars gamla hafi verið. Sannast sagna minnist ég þess
ekki að hafa nokkru sinni rætt við neinn þann, hér um slóðir, sem telur
líklegra að Ævarsskarð hafi í öndverðu verið milli Laxárdals og Víði-
dals, eða þar sem nú heitir Litla-Vatnsskarð og mér verður ekki auð-
skilin sú árátta þeirra, sem vilja fastbinda landnám Ævars gamla uppi
þar.
I ritinu, Landið og Landnáma, koma fyrir tvær setningar, sem ekki
falla vel hvor að annarri, að ekki sé meira sagt. „Hálsinn hlýtur að vera
Langadalsfjöll, sem liggja norðaustan við Langadal. . . .“ Og í annan
stað um umhverfi Svartár, frá Bólstaðarhlíð vestur til Blöndu: „En
það er ekki skarð heldur dalur. . . .“ Slíkar fullyrðingar eiga minna en
ekkert erindi i bækur sem þessa, þar þarf umfram allt að benda sem
hlutlausast til allra þeirra þátta sem máli skipta, og engan veginn er
fært að ganga gegn almennum viðhorfum til máls og málnotkunar.
Fjöll, fell og hálsar koma víða fyrir í fornum ritum og ekki verður
annað séð en merkingarmunur þeirra sé með svipuðum hætti þá og
nú. Bunguvaxnir hálsarnir hafa verulega mikil séreinkenni gagnvart
bæði fjöllum og fellum, sem skemmra er milli, en þó vel greinanlegt.
Þótt telja verði líklegt að framhluti Laxárdals hafi verið innan land-
náms Ævars gamla, er alls ekki einsýnt að átt sé við Langadalsfjöll þar
sem segir: „og svo þar fyrir norðan háls.“ Verður að því komið síðar.
Um hina fullyrðinguna, hvað sé skarð og hvað dalur, þarf að fara
nokkru fleiri orðum.
í framhaldi af tilvitnun, „er ekki skarð heldur dalur,“ kemur eftir-
farandi áherslusetning. „Hygg ég, að naumast eða alls ekki verði
fundið á landinu dæmi slíkrar nafngiftar. Virðist því fráleitt, að bær
með nafninu Ævarsskarð hafi nokkurn tíma verið í Bólstaðarhlíð eða
þar í grennd.“ Þarna er enginn efi, öllum dyrum lokað.
í nýlega útgefnu riti, Byggðir og bú Suður-Þingeyinga eru, í eyði-
jarðaskrá Hálshrepps, býlin Austari-Krókar, Vestari-Krókar og Þúfa
talin nyrst í Fnjóskadal, eru þó öll norðan jarðarinnar Þverár, sem er
„á mörkum Dalsmynnis og nyrsta hluta Fnjóskadals,“ eins og þar
3