Húnavaka - 01.05.1988, Síða 38
36
HUNAVAKA
landnámið tekur suður yfir Svartá. Hin ástæðan hefur áður komið
fram: Að hafa samlæg landamerki við vinveittan nágranna.
Þótt tilgátan hér að framan væri rétt, kemur Laxárdalur, eigi að
síður, inn í landnám Ævars gamla, umfram það að „Gautur byggði
Gautsdal.“
Laxárdals er aðeins einu sinni getið í íslendingasögum. f Hallfreð-
arsögu segir svo, þegar Hallfreður kemur úr siglingu: „Hann kom skipi
sinu í Kolbeinsárós eftir þing. Hann mælti til skipara sinna. „Ferð
liggur fyrir mér suður um heiði að finna föður minn, og skulum við
ríða tólf saman.“
Nú voru skip upp sett, en þeir ríða brott tólf saman og snéru vestur
til Langadals. Þeir voru allir i litklæðum og stefndu til selja Griss.
Kolfinna var þar og konur nökkurar hjá henni. Þar voru fleiri sel, og
stóðu selin í Laxárdal, milli Langadals og Skagafjarðar.“ Siðar i sög-
unni kemur þessi ítrekun. „Það voru fleiri sel, og er svo sagt, að hver
þeirra fengi sér konu um nóttina.“
Sterklega miðar frásögnin til þess, að Laxárdalur hafi i öndverðu
verið nýttur til selfara frá Langadalsbæjum, enda benda mörg örnefni
á dalnum til þess, að þar hafi verið selstöður.
Tekið skal dæmi þess, hversu eðlilegt þótti að hálendari dalir væru
byggðir seljum. í Heiðarvigasögu er alllangur kafli, þar sem Þórarinn
goði segir fyrir um för Víga-Barða og þeirra félaga suður um Tví-
dægru, en í þeirri för urðu Heiðarvig. Á einum stað segir svo: „En þér
munuð koma suður þriðja dag þann til selja, er allir menn eru farnir úr
seljum eftir endilöngum Kjarradal og þar eiga allir Síðumenn selfarar,
og hér til hafa þeir þar dvalist.“
Allir Síðumenn hafa í seli eftir endilöngum dalnum.
Mikla athygli vekur, hversu þétta búsetu Ævar gamli ætlar frænda
sínum og fylgismönnum, en almennt eru þeir taldir sex frá Móbergi til
Auðólfsstaða. Við getum hugsað okkur undirlendi þessa svæðis meira
en nú er, en þrátt fyrir það hlýtur hinn óvenjulegi þéttleiki byggðar að
leiða hugann að ítökum fjær. Hvað er þá nærtækara en Laxárdalur?
Landnámi norðurhluta Langadals er lýst í einni setningu: „Holti
hét maður er nam Langadal ofan frá Móbergi og bjó á Holtastöðum.“
Almennt mun vera talið að hann hafi numið land til Blönduóss, og þá
miðað til orðalagsins, „ofan frá Móbergi.“ Laxárdals er að engu getið,
þegar landnámi þessu er lýst. Þó er vel þekkt af sögum, selið frá
Geitaskarði og því verður vart þaðan haggað, né úr vitund fólks. Það