Húnavaka - 01.05.1988, Side 39
H U N A V A K A
37
er viðvarandi mynd, sem styður að því að Laxárdalur hafi i upphafi
verið nytjaður til selstöðu frá Langadalsjörðum.
„Og svo þar fyrir norðan háls,“ þarf því hvorki að miða til land-
náms, né heldur búsetu Ævars gamla á Laxárdal.
„Ævar bjó í Ævarsskarði.“ Vel er hugsanlegt að bústaður hans hafi
aldrei borið það nafn. Nokkur dæmi eru þar um. Eyvindarstaða er
ekki getið í Landnámu, né heldur fslendingasögum, en Eyvindar
sörkvis nokkrum sinnum, með búsetu í Blöndudal. „Eyvindur bjó í
Blöndudal en Gautur í Gautsdal,“ segir í Vatnsdælu. Ætla mætti,
eftir orðanna hljóðan, að þeir hafi verið taldir búa hvor í sínum dal.
Eyvindarstaðir hafi því ekki, á fyrstu árum, unnið sér sess sem slíkir,
þótt svo yrði þegar tímar liðu fram. Gautsdalsnafnið hafi aftur á móti
færst frá umhverfi til bæjarins, enda dalsmynd þar ekki veruleg.
Bólstaðarhlíð er eitt þeirra bæjarnafna sem er einstakt á landinu, og
ekki hefur það mikið minni sérstöðu, þegar kemur að myndun orðsins.
Síðasti orðliður er hin algenga og jafnframt fjölbreytta ending, sem
vísar til einhvers þess í landslagi, er þótt hefur við hæfi á hverjum stað,
völlur, dalur, fell, hóll o.s.frv. öðru máli gegnir um forliðina. Staður
eða staðir er algengasta ending bæjarnafna á f slandi, og hefur oftar en
ekki mannsnafn að forlið. Ból kemur einnig fyrir sem ending, Aðalból,
Kirkjuból o.fl.
Samheitið bólstaður, það er aðsetur, hefur í allnokkrum tilfellum
orðið sérheiti, Bólstaður, Breiðabólstaður, svo dæmi séu tekin.
Bæjarnafnið Bólstaðarhlið er því til orðið með þeim sérstæða hætti,
að fyrri hluti þess ber í sér tvær algengar endingar bæjarnafna, sem
samstæðar vísa til búsetu. Vel gæti því verið að fyrsti bólstaður Ævars
hafi verið í grennd við Bólstaðarhlíð, og þangað hafi hann flutt frá
sínu fyrsta aðsetri og gefið staðnum nafn, tengt sínum fyrsta bólstað.
Víða hefur komið fram, að þessi fyrsta staðfesta Ævars hafi varað
skamma hríð, og bendir margt til þess að svo hafi verið. Trúlega hefur
það gerst vegna snöggra umhverfisbreytinga, skriðufalla eða af öðru
slíku tilefni.
Er þá einhver staður, frá Bólstaðarhlíð vestur til Blöndu, líklegur og
byggilegur. Bent hefur verið á, í greinum, sem ritaðar hafa verið til
stuðnings þeirri framkomnu hugmynd að Ævarsskarð hafi verið þar
sem nú heitir Litla-Vatnsskarð, að frá Bólstaðarhlíð vestur með Hlíð-
arfjalli væri svo þröngt og aðkreppt, að vart væri hugsanlegt land-
námsbýli þar um slóðir.