Húnavaka - 01.05.1988, Qupperneq 40
38
HUNAVAKA
Svo þarf ekki að hafa verið, á þeim tíma, sem og komið verður að hér
á eftir. Sá staður, sem hér kemur til greina, ber nú nafnið Miðstykki.
Þar væri rétt að staldra við og líta til átta og staðsetja nánar út frá
þekktum kennileitum.
Miðstykkin eru skjóllegur staður, móti hásuðri og með framhlaup úr
fjallinu til beggja handa. Að austan er Hlíðarklif og að vestan Hlíð-
arhólar. Þarna niður undan gátu hafa verið, við landnám, víðlendar
og grösugar grundir.
í fornbréfum hafa geymst lýsingar frá þessu svæði, sem gerðar voru
vegna deilna um landamerki. Dagsettar eru þær 29. desember 1389 að
Auðkúlu, en miða trúlega til ártals nokkrum tugum ára fyrr.
„Það gjöri eg Andrés prestur Finnbjarnarson góðum mönnum
kunnugt, að þá er eg reið norður til Hóla til vígslu, reið eg upp
bakkana upp með Svartá að réttum, féll þá öll áin í einni kvísl ofan
með Kringluhólum og svo fyrir framan Tungurétt og svo fyrir framan
Saurklif, (í suðurhlíð: innskot) ofan að Tungunessporði fyrir neðan
Galtargerði, og var þá heil jörð og óbrotin austur frá þessum árfarveg
og engjar úr Bólstaðarhlíð. Fór eg vestan úr Vatnsdal, fyrir litlu áður
vígður prestur, hingað í dalinn, og var eg lengi þingháprestur í Ból-
staðarhlíð, þá er Finnur bjó í Tungu. Svo hélt eg Bergsstaði, og var eg
hér í dalnum síðan eigi skemur en á fjórða tigi vetra. Var sá hylur í
Svartá fyrir utan Finnagil, er kallaður var Steinshylur, og var reikn-
aður bestur veiðihylur í ánni.
Fór eg úr Hlíð oftsinnis í ána og svo í Blending niðri. Var kallaður
Blendingur, er saman kom Svartá og kvísl úr Blöndu, er féll ofan með
Tungusporði. Var hann kallaður ofan að klett þeim, er heitir Einbúi
og stendur Hlíðar megin ofan frá Líkhólma. Féll þá vestan að megin
áin — ekki fjarri gegnt klettinum. Heyrði eg Finn segja það oftsinnis,
að Tunga ætti ekki lengra ofan en gegnt klettinum, þar eð megináin
féll mið vestan að. Var þá kallaður Skriðuhylur ofan þaðan, og átti
Hlíð hann ein báðum megin að. Á og Hlíð hrossabeit öllum sínum
hrossum og heimamanna bónda, þeirra sem hann vill að hafi yfir í
Tunguness jörð, frá veturnóttum til sumars.“
Árnar hafa, um aldirnar, gegnt því hlutverki að jafna og slétta
landið. Hægf hefur unnist en alltaf miðað. í dölum hafa þær flæmst
brekkna milli, brotið land og byggt upp að nýju. Framhlaup og
skriðuföll hafa sveigt þær af leið, og jafnvel á stundum myndað þeim
lón eða uppistöður, sem fylla varð áður en áfram væri haldið. Tvö slík