Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 41
HUNAVAKA
39
framhlaup hafa fallið úr Hlíðarfjalli og eitt úr suðurhlíð skarðsins, er
það austast og þar með virkast að halda ánni að fjallinu. Vestasta
hlaupið, úr Hólaskálinni, er þeirra langstærst og sjást merki þess þvert
yfir, allt að suðurhlíðinni. Sá þröskuldur hefur efalaust staðið í vegi
Svartár um margra alda skeið, og þó bendir landslag til þess, að
Blanda geti einnig hafa komið þar við sögu, og þá sjálfsagt munað um
hennar bylgjuföll.
Berglagahalli veldur því að jarðvatn Hlíðarfjalls nær ekki framrás
til suðurs. Jarðvegsmyndun þeim megin er því lítil, og hreyfing jarð-
vegsins undan hallanum verður að mestu samferða molnun bergsins,
sem berst í skriðurennum niður hlíðina, og verður ánni létt í meðför-
um það, sem til hennar nær.
Um suðurhlíð skarðsins gegnir öðru máli. Þar er jarðvatn verulegt
um alla hlíðina, jarðvegsmyndun því mikil og framsig í samræmi við
það. Jarðsig þetta, sem vinnur jafnt og þétt að fyllingu skarðsbotnsins,
hefir á löngum tíma haft betur gegn framhlaupum úr Hlíðarfjalli, og
rennur áin nú að mestu með rótum þess. Sjáanlegt er þó að svo hefur
ekki alltaf verið. Framhaldandi lægðir í samfellt graslendi sýna ótví-
rætt að þar hafi vatn runnið. örnefni benda og til breytilegra árfar-
vega: Líkhólmi, Hrethólmi og Stórhólmi, taldir frá vestri til austurs.
Eitt atriði enn, sem vísar að færslu Svartár til norðurs og jafnframt
Blöndu til vesturs, á þeim tíma sem liðinn er síðan land byggðist.
Bæjarnafnið Tungunes er trúlega þannig til orðið, að bærinn hafi
upphaflega staðið niður við Blöndu, sem og afgerandi rústir þar í
nesinu bera vott um.
Lægð meðfram brekkurótum gefur til kynna, að þar muni a.m.k.
hluti Blöndu hafa runnið um skeið, sem leitt hefur af sér flutning
búsetunnar upp í hálsinn, án þess nafni jarðarinnar væri breytt. Nú
um stundir virðist ekki langt í að Blanda nái farvegi þessum á ný, verði
ekki að gert.
Ártún hét áður Ytra-Tungukot — oft stytt í Kot — og var hjáleiga
frá Finnstungu. Skammt uppi í hlíðinni er örnefnið Gamlakot, þar
hefir sjáanlega verið búið einhvern tíma hér áður fyrr, þótt heimildir
séu ekki þar um.
Það virðist því samhengi milli þess að bærinn Tungunes var færður
upp í hálsinn að vestan, og Kotið að austan fært niður á flatlendið,
þegar aukið rými myndaðist þar milli Svartár og Blöndu.
í hinum 600 ára gömlu lýsingum Andrésar prests, hér að framan, er