Húnavaka - 01.05.1988, Page 43
HUNAVAKA
41
einum eða öðrum hætti, þann möguleika að Ævarsskarð hafi verið frá
Bólstaðarhlíð og vestur til Blöndu.
Frá þessum tíma verður engu slegið föstu, aðeins hlustað á raddir
aldanna og horft til móður jarðar.
■H- *
SKRIÐAN MIKLA I LANGADAL
Þess hefur verið til getið að hér um 1358 félli skriðan mikla í Langadal milli
Gunnsteinsstaða og Auðúlfsstaða, á bæ þann er Karlastaðir hét. Fórst allt fólk á
bænum nema griðkona ein er talið að til yrði i búri, er eigi brotnaði inn, svo að hún
lifði þar alllengi. Segja sumir tvö eða þrjú ár. Rakki var hjá henni. Hafði hún bæði
hlýju og skemmtun af honum. Er þá sagt að lyktum að prestur sá er söng annað
tveggja á Gunnsteinsstöðum eður Holtastöðum heyrði eitt sinn hundinn geyja niður í
skriðunni og yrði henni borgið við það að til væri farið af mannfjölda að grafa í
skriðuna þar sem prestur vísaði til. Það er haft eftir griðkonunni að annan seinasta
bita mundi hún hafa gefið rakkanum með sér, en hún átti eftir 16 viku fóður.
Hávarðsstaðir hét og bær í Auðúlfsstaðaskarði, er liggur upp til Laxárdals hins
fremra, er skriða hefur og af tekið og vita menn eigi hvenær helst, en snjókomur miklar
og hríðar voru þetta ár, er fyrri var talið, um Mikilsmessu.
Syrpa Gísla Konráðssonar.
HOFIÐ Á MÓBERGI
Hof hefur verið á Móbergi í Langadal og það frá fornöld, liklega frá dögum
Véfreyðar landnámsmanns er þar reisti fyrstur bú. Hofið stendur á ská til framanvert
við bæinn á Móbergi. Það er 5 faðma langt og 5 faðma breitt og snýr í austur og vestur
og dyrnar í vestur. Garður er um hofið kringlóttur, hann er 11 faðmar að þvermáli.
Hoftóftin er nú fallin mjög, en þó sums staðar 2VÍ alin á hæð, en víðast 2 álna eða 13A
álnar á hæð. Það eru eigi meir en 50 ár síðan að þar sást blóthellan. Hún stóð i miðjum
dyrum og var þá gengin mjög í jörð svo ei stóð hún nema svo sem eitt fet upp úr jörðu.
Hún var hvöss ofan og ávöl, en það hyggja menn hún hafi stór verið.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar.