Húnavaka - 01.05.1988, Page 48
46
HUNAVAKA
Lán í Landsbanka
Átti faðir þinn fyrir þessum jarðakauþum?
— Nei, kaupverðið var allt fengið að láni í Landsbankanum, en
það varð að borga jarðarverðið allt út. Um það lán var Guðmundur
Björnsson landlæknir, móðurbróðir minn, milligöngumaður.
Vildi enginn ábúenda nýta se'r sinn forkauþsrétt að þessum jörðum?
— Upphaflega bauð Einar ábúendunum að kaupa jarðirnar fyrir
samtals 12 þúsund krónur, en þeir höfnuðu þeim kaupum allir. Þá
lækkaði hann verðið í 8 þúsund og bauð föður mínum einum að kaupa
allar jarðirnar. Af þessu urðu síðan nokkur eftirmál með stefnum og
þess háttar, en þau mál voru föður mínum óviðkomandi, enda var það
seljanda að bjóða forkaupsréttinn.
Jónas Björnsson var ábúandi í Dæli. Milli hans og föður míns
samdist þannig að faðir minn seldi Jónasi sinn helmingí jörðinni fyrir
eitt þúsund kr. Eftir það féllu öll eftirmál af þessum kaupum niður.
Atti faðir þinn allar hinar hálflendurnar lengi?
— Það var 1918, sem Þorbjörn bróðir minn keypti Sporð og 1922
keypti Gunnlaugur mágur minn Bakkakot, sem nú heitir Bakki.
Aðrar jarðir voru lengi í hans eign og flestar meðan hann lifði.
Voru þessi jarðakaup mikið umtöluð á þessum tíma?
— Sjálfsagt hefur það verið. Ég var einhvern tíma að telja það
saman hve margar jarðir voru þá i byggð í hreppnum og taldist mér til
að faðir minn hefði keypt helminginn í fjórðu hverri jörð. Þessar jarðir
voru: Dæli, Kolugil, Hrappsstaðir, Lækjarkot, öxnatunga, Stóra
Hlið, Litla Hlíð, Bakkakot, Víðidalstunga og Sporður.
Eina upplyfting heiðarbúans
Fórst þú snemma að fara á heiðina í göngur?
— Ég fór fyrst 14 ára gamall. Það var fastur siður í Tungu að við
strákarnir fengum ekki að fara í göngur fyrr en við vorum 14 ára, en þá
áttum við líka réttinn og þeir sem eldri voru urðu það ár að víkja fyrir
þeim yngri.
Það var ekki aðeins að við strákarnir hlökkuðum til að fara í göngur.