Húnavaka - 01.05.1988, Page 50
48
HUNAVAKA
hádegi og eftir að hafa lagt okkur um stund fórum við Eggert bróðir,
sem þá var orðinn bóndi á Stórhól, að veiða.
Stóri Sveinsstaðafundurinn var haldinn 1925 og þú þá rúmlega tvítugur. Var
það ekki œvintýri fyrir þig að koma á svona fund?
— Jú, það var það og maður gleymir svona atburði ekki. Þarna var
gifurlegur fjöldi fólks bæði vestan úr sýslu og austan yfir Blöndu.
Jónas Jónsson frá Hriflu var einn af ræðumönnum á þessum fundi.
Hann var þá einn mest umtalaði stjórnmálamaður landsins og um-
deildur, en alla langaði til þess að sjá þennan mann með eigin augum.
Þá voru þarna líka Tryggvi Þórhallsson og Jón Þorláksson svo það var
eftir nokkru að sækjast að koma á þennan fund og heyra i þessum
mönnum. Maður hlustaði nú ekki á allt sem þarna var sagt, enda stóð
fundurinn lengi og mikið var talað.
Varst þú búinn að móta þína þólitísku skoðun fyrir þennan fund?
— Ég gerði það nokkuð snemma. Víðidalstunguheimilið var alltaf
talið sjálfstæðisheimili, en þó er mér nær að halda að faðir minn hafi
ekki verið mjög pólitískur. En það er nú eitt og annað, sem verður til
þess að maður mótar sína pólitísku skoðun.
Eitthvað eitt fremur en annað?
— Ég veit ekki hvort ég á að hafa orð á því, en ég minnist þess að
það var haldinn hreppsnefndarfundur í Tungu. Þar lá fyrir beiðni frá
fólki, sem var á sveitinni um styrk vegna þess að konan þurfti að fá sér
tennur. Þá var það einn sjálfstæðismaðurinn, sem sagði í grini: „Hún
var nú vel tennt merin sem þau fengu til afsláttar í haust, svo mér
finnst konan geti nú notað þær tennur.“
Ég veit að hann sagði þetta í gríni, en mér fannst grínið of gróft.
Þetta er lítið atvik, en ég held þetta hafi verið fyrsta atvikið sem gerði
það að verkum að ég varð vinstri maður og þetta mótaði mjög þá
lífsskoðun mína að það ætti og þyrfti að hjálpa þeim sem minna mega
sín.
Það hefur ekki þótt gott í þínum uþþvexli að þurfa að þiggja sveitarstyrk?
— Nei, það þótti ekki gott og ég veit að margir liðu sára nauð lengi
áður en þeir höfðu sig í að leita til hreppsnefndar. Ég segi það stundum
í gamni að það sé mikill munur nú eða fyrrum. Nú er fólk farið að fá
ríkisstyrk jafnvel áður en það er fætt og margir eru á einhvers konar
ríkisstyrk mest allt lífið. Vissulega er þarna um mikla breytingu að
ræða og i fiestum tilfellum til bóta, en menn verða þó að varast að láta
þetta ganga út í öfgar.