Húnavaka - 01.05.1988, Page 82
80
HUNAVAKA
og komið myrkur. Það dróst aðeins að leit gæti hafist því hrinda þurfti
fram kænu og ná í ljósfæri. Ekki fannst Móra þótt leitað væri vel og
lengi og urðum við að gefast upp við svo búið. Veit ég ekki hvort hún
hefur komist lifandi að landi því alda var og mikið sog undir bryggj-
unum.
Skipið sem flutti féð var ísborgin frá ísafirði, var það fallegt skip.
Mikið fannst mér til um að lita yfir fjárhópinn á þilfarinu, baðaðan í
ljósum frá skipinu. Mátti þar sjá margt fallegt ær- og hrútsefnið. Vel
var búið um féð, þilfarið hólfað niður og 20-30 kindur í hverju hólfi.
Til Skagastrandar komum við um nóttina, þar voru þá komnir bílar
til að taka við fénu og flytja það fram í sveitir. Flest fór það heim til
mín og var látið í rétt sem komið hafði verið upp til bráðabirgða
meðan ég var í burtu.
Ekki höfðu þeir sem heima voru setið aðgerðarlausir, því taka þurfti
á móti fénu jafnt nótt sem dag. Þetta voru margir skipsfarmar sem
komu af nær öllum Vestfjörðunum. Var fénu komið fyrir á nokkrum
bæjum í hverri sveit til geymslu þar til allt var komið og skipti gátu
farið fram. Hér í Sólheimum voru 6-700 lömb höfð í geymslu. Varð að
slá upp réttum til að hafa það í fyrst eftir að það kom af bílunum og
einnig til að geyma það í um nætur. Féð var mjög vankað eftir
ferðalagið, ruddist á hvað sem fyrir varð og vildi strjúka eitthvað út í
buskann. Á daginn, þegar það var látið út til að bíta, urðu menn að
standa yfir því vegna þess að girðingar dugðu ekki sem varsla, lömbin
virtust varla taka eftir þeim og æddu á þær í hópum. Þá þurfti að
bólusetja hvert lamb við bráðapest jafnóðum og þau komu.
Þegar allt féð var komið fóru fram skipti milli einstakra manna.
Skiptin fóru þannig fram að útbúnir voru nokkurs konar happ-
drættismiðar og var hafður einn miði fyrir hverjar 10 kindur þannig
að sá eða sú sem bar að fá 100 kindur átti 10 miða. Voru miðarnir
látnir í hatt og dregið úr honum þar til allt var uppgengið bæði miðar
og lömb. Reynt var að hafa lömbin í hverjum hópi sem jöfnust, átta
góð en tvö léleg. Hrútunum var skipt hér heima síðar, og var þá hafður
sami háttur á, nema nú var dregið um hverja tvo lambhrúta, annan
sem talinn var sæmilega góður en hinn lélegri. Reyndist sumum þegar
fram í sótti sá lambhrúturinn sem talinn var verri í upphafi verða betri
kynbótakind.
Það voru ekki stórir fjárrekstrar sem runnu frá Auðkúlurétt í þetta
skipti. Allir virtust ánægðir með sinn hlut og minnist ég ekki að hafa