Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 85
HUNAVAKA
83
upp landakortið og huguðum að örnefnum í landi og tókum nokkrar
myndir. Við sáum vel inn í Loðmundarfjörð og nokkuð í Mjóafjörð. Er
landið hvarf okkur sýn var sest inn og spilaður lomber að húnvetnsk-
um sið. Um sexleytið settumst við að krásunum, og þar var af mörgu
að taka, enda var maginn vel mettur að lokum, en í kojuna komst
maður og hugði gott til hvíldarinnar. Ekki gekk vel að sofna, allt á
hreyfingu undir manni. Þessu var maður ekki vanur, en aðeins var
blundað.
Um fimmleytið um morguninn voru allir vaktir með léttu banki á
hurðina, og vorum við þá rétt ókomin til Þórshafnar. Snæddur var
gómsætur morgunverður og haldið frá borði um sjöleytið. Tollurinn
gekk fljótt og vel, aðeins aðgætt með vín og tóbak.
Þá var nú eftir að vita hvernig aksturinn gengi í Þórshöfn. Einar tók
forustuna og ók heim til frænku sinnar, sem hefur verið búsett hér í
nokkur ár. Drukkið var kaffi og skipst á fréttum. Um tíuleytið var svo
haldið frá Þórshöfn áleiðis til Austureyjar, en nú er komin brú sem
tengir eyjarnar saman. Þaðan var stefnan tekin til Gjogv. Er það
allsérstæður staður. Er þar var komið var eins og maður væri kominn
10 ár aftur í timann. Ein verslun var þarna og þar ægði öllu saman,
matvöru og alls konar koppum og kirnum. Notuð var vigt með lóðum.
Einnig sýndist okkur barnaskólinn vera heldur forn í sniðum, en þar
kiktum við inn um gluggana. Höfnin er skora inn á milli kletta og
gætir mjög lítils brims. Færeyingar virðast halda sínum húsun vel við
og yfirleitt er vel málað.
Næst var ekið til Leirvíkur og ferja tekin til Borðeyjar eða nánar
tiltekið til Klakksvíkur, en þar áttu ferðafélagar okkar kunningja,
Elinu og Leví Heinesen, en þau unnu á Seyðisfirði um tíma fyrir
nokkrum árum og tala íslensku allvel eins og margir eyjabúar. Var
rabbað saman langt fram á nótt áður en gengið var til náða.
Það má segja að ævintýrin gerist óvænt, því að snemma næsta
morgun kemur Levi inn til okkar og segir að grindavaða sé skammt
undan landi. Allir klæddust í snatri. Þó mátti sjá suma vart alklædda
á götunni. Tekin var stefnan niður í fjöPuna til þess að fylgjast sem best
með. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að gerast þátttak-
andi í grindadrápi. Stöðugt dreif að fleira og fleira fólk. Einnig bættist
alltaf í bátaflotann, og urðu bátarnir um 40 þegar flest var. Þeir ráku
vöðuna á undan sér, sjórinn var laminn, mikið hrópað og steinum hent
í sjóinn. Þeir eru með gati og bundinn grannur kaðall í þá, svo að alltaf