Húnavaka - 01.05.1988, Page 94
92
HUNAVAKA
hann skyldi læra hjá þeim. Hann ætlaði líka svo sannarlega að kenna
honum að vinna. Hjónin bjuggu sig í útifatnað og fóru að sinna
bústörfum. Það var nístingskuldi úti og dálítil gola. Það brakaði i
snjónum milli bæjar og fjóss, og þau voru óþægilega minnt á að nú
ríkti íslenskur vetur.
Klukkan tíu komu hjónin aftur inn. Sigurbjörn kallaði á krakkana
sem enn sváfu. Hann var nú léttur í skapi, því hann hafði fengið góða
hugmynd sem hann ætlaði að framkvæma sem fyrst. Unglingarnir
tíndust á fætur, hver af öðrum með stírurnar i augunum. Fyrst yngri
stelpan Lóa, svo Valgerður sú eldri og loks Lárus, aðkomudrengurinn.
Þau settust við matborðið og biðu meðan Magnea tíndi fram mjólk,
brauð og kornflögur.
— Akkuru varstu að vekja okkur? Það var Valgerður sem spurði
um leið og hún leit gremjulega á föður sinn.
— Af hverju. Nú ég þarf að nota ykkur. Ég ætla að skreppa frá og
þið getið gefið kálfunum í kofanum hey og vatn, og mokað undan
þeim.
— Ooo, pabbi.
— Ekkert múður.
Magnea leit spyrjandi á bónda sinn. — Ætlarðu langt?
— Nei, ég ætla að skreppa í kaupstaðinn, ef ég kem þá jeppaskrifl-
inu í gang.
— Á laugardegi. Magnea var undrandi.
— Já, af hverju ekki. Mig vantar ýmislegt, fóðurbæti, nagla og
spýtur. Þessir kálfafjandar eru að brjóta allt undan sér.
Konan sagði ekkert fleira. Hún vissi sem var að frostið og veturinn
fóru í taugarnar á Sigurbirni. Hann vildi komast burt, hitta menn og
ræða málin. Hvað um það. Ef það yrði til þess að bæta skapið í
karlinum, sem var afleitt þessa dagana, þá var henni sama.
Krakkarnir töluðu hvert í kapp við annað.
— Má ég koma með?
— Ég líka? Það er laugardagur og Lottó í kvöld. Mig vantar miða.
Gerðu það?
Sigurbjörn sló í borðið. — Nei. Var ég ekki að segja ykkur hvað þið
ættuð að gera á meðan. Svo gætuð þið druslast við að hjálpa til inni
líka.
Hann stóð upp. — Ég ætla að hafa fataskipti. Þú getur skrifað á