Húnavaka - 01.05.1988, Page 95
H U N A V A K A
93
miða það sem þig vantar, Magnea mín. Kaupfélagið er opið eins og
pakkhúsið.
— Pabbi, viltu kaupa Lottó fyrir mig?
— Lika mig?
— Nei.
Hann snaraðist fram úr eldhúsinu. Stundum fannst honum þetta
fólk afskaplega þreytandi.
Bíllinn fór í gang eftir talsvert þóf, en gangurinn var ekki fagur.
Þetta var hvítur Landróver, kominn vel til ára sinna. Hann hökti af
stað, en Sigurbirni var sama um ganginn. Hann var ánægður, þetta
var þó svolítil upplyfting að fara í kaupstaðinn.
Það var heldur ekki svo mikið sem veitti tilbreytingu. Þessi myrki
vetur var þrúgandi og ástandið í landbúnaðarmálunum var ekki til að
bæta hann. Sigurbjörn gat ekki annað en hugsað um þetta. Allt var
skorið við nögl. Það mátti hvorki framleiða mjólk eða kjöt nema í
litlum mæli, fyrir lágt verð. Þessi bannsetti fullvirðisréttur, sem hafði
tekið við af búmarki og kvóta. Ríkisstjórnin var heldur ekki svo beysin,
og nú voru þeir búnir að leggja matarskatt ofan á allt annað. Hvað
kom það honum svo sem til góða, fullorðnum bóndanum, þó varalitur
lækkaði. Það hnussaði í Sigurbirni og ósjálfrátt steig hann fastar á
olíugjöfina. Billinn hossaðist á ósléttum sveitaveginum.
En það var fleira sem lá þungt á Sigurbirni. Það var ekki nema von
að hann væri stúrinn. Og það sem kvaldi hann mest var skuldin.
Hann, sem hafði aldrei skuldað neinum neitt, var nú kominn í skuld
við kaupfélagið. Svo var nú það. Það var dýrt að lifa, þó ekki væri eytt
í neina vitleysu. Sigurbjörn komst alltaf í vont skap er hann hugsaði
um allt þetta. Svo voru aðrir menn sem þurftu ekkert fyrir lífinu að
hafa. Þessir heppnu. En hann var ekki heppinn, og engin leið til að ná
skjótfengnum gróða. Ekki fyrir hann.
Sigurbjörn ók inn í kaupstaðinn og að kaupfélaginu. 1 vasanum var
hann með miðann hennar Magneu og ekkert mátti gleymast. Líklega
væri best að kaupa eitthvað handa krakkagreyjunum til að maula um
kvöldið, þau yrðu líklega límd við sjónvarpið eins og venjulega.
Hann verslaði eins og hann þurfti, til heimilisins og búsins. Hann
var mun léttari í sinni, hafði hitt ýmsa kunningja sem hann spjallaði
við. Það létti lundina að skiptast á fréttum og að bölva í sameiningu
ástandinu. Sigurbirni var því ekkert að vanbúnaði, en hann ákvað að