Húnavaka - 01.05.1988, Page 98
96
H U N A V A K A
Úr stofunni heyrðist ómur frá sjónvarpinu.
— Þá er komið að næsta útdrætti í Lottóinu. í pottinum eru tvær
milljónir sex hundruð áttatíu og fjögur þúsund.
Sigurbjörn spratt ósjálfrátt á fætur. Nú mundi hann eftir miðanum.
Mæðgurnar horfðu undrandi á hann, en héldu þó áfram að borða.
Sigurbjörn staðnæmdist á miðju stofugólfinu og starði á tölurnar er
birtust á skjánum, og allt í einu rak hann upp hljóð. Kona hans og
dætur komu hlaupandi til hans. Magnea var miður sín. Það hlaut
eitthvað að vera að Sigurbirni. Hann var búinn að hegða sér svo
undarlega þennan dag.
— Sigurbjörn, hvað er að?
Húsbóndinn stóð enn á miðju gólfinu, eldrauður í kinnum, með
opinn munn og Lottómiðann í hendinni.
— Guð minn góður, ertu að fá slag?
Sigurbjörn leit á konu sína, en útlit hans og svipur bentu á engan
hátt í þá átt að hann væri að skilja við.
— Ég vann kona góð. Ég var með fimm rétta. Kaupfélagsskuldin er
úr sögunni.
Mæðgurnar misstu andlitið í orðsins fyllstu merkingu. En svo töl-
uðu þær hver í kapp við aðra.
— Keyptirðu Lottómiða, þú?
— Þú svindlar. Kaupir fyrir þig en ekki fyrir okkur.
Sigurbjörn virtist ekki heyra hvað þær sögðu. Hann var eitt sól-
skinsbros.
— Elskurnar mínar, við unnum.
Magnea hneig niður á næsta stól, en Sigurbjörn stakk miðanum í
vasann og arkaði út. Hann hljóp við fót og tók strikið beint að fjós-
hlöðunni. Hann hafði gleymt stráknum.
Lárus hékk enn á króknum, skjálfandi úr kulda og snökti ákaft.
Sigurbjörn þreif hann niður og faðmaði hann að sér.
— Svona karlinn minn. Hættu að vola. Eg varð dálítið reiður, en
við skulum gleyma því. Við vorum heppnir í dag, karlinn minn.
Stálheppnir. Og hver getur svo sem láð þér þótt þú fáir náttúru. Það er
ofur eðlilegt, karlinn minn, ofur eðlilegt.
Hann þrýsti drengnum fastar að sér og saman gengu þeir til bæjar.
Skömmu seinna sat allt heimilisfólkið á Barði fyrir framan sjón-
varpið og maulaði sælgæti. öll voru þau sæl og glöð, og saman horfðu
þau á „Fyrirmyndarföður“.