Húnavaka - 01.05.1988, Síða 100
98
HUNAVAKA
í Holti í Svínadal. Hans dætur voru: Anna á Gunnsteinsstöðum og
Björg í Holti, kona Guðmundar Þorsteinssonar frá Grund. Þeirra börn
voru: Magnús ráðherra, Jakob í Hnausum, Jóhann í Holti og Sigur-
björg á Veðramóti í Skagafirði.
Maður önnu á Gunnsteinsstöðum var Pétur Pétursson, bóndi þar
og kaupmaður á Blönduósi. Börn þeirra voru: Hafsteinn oddviti á
Gunnsteinsstöðum, Magnús bæjarlæknir í Reykjavík, Þorvaldur á
Strjúgsstöðum og Margrét, er giftist Sigurði Helga Sigurðssyni,
bjuggu þau á Fremstagili og víðar.
Áður nefnd Rannveig Magnúsdóttir, móðir Sigurðar á Steiná,
giftist Pétri Björnssyni og síðast bjuggu þau á Reynistað í Skagafirði.
Þeirra sonur, ásamt tveimur öðrum er fóru til Ameríku, var Pétur sem
var um tíma kaupmaður á Akureyri, en sonur hans fyrir hjónaband
var Pétur hreppstjóri á Höllustöðum í Blöndudal. Pétur kaupmaður
kvongaðist Þórönnu Pálmadóttur prests á Höfða í Fljótum og þeirra
börn voru: Pálmi, Anna og Hjördís Rannveig.
Vorið 1901 flytur Sigurður Jakobsson að Steiná. Börnin voru þrjú:
Jón, Anna og Rannveig. Nokkrum árum síðar andast Lilja kona
Sigurðar. Hún var væn kona og vel látin.
Er tímar liðu fékk Sigurður sér sambýliskonu, Ingibjörgu Sigurðar-
dóttur, skagfirskrar ættar, atorku- og myndarkonu, er var með ungan
son sinn og Péturs kaupmanns, hálfbróður Sigurðar, eins og áður
getur.
Hann ólst samt ekki upp hjá móður sinni og stjúpa heldur frænd-
systkinum, Jóni og systrum hans og hafði hið besta atlæti.
Anna Sigurðardóttir var heilsutæp á yngri árum og varð að dvelja
um lengri tíma norður á Sauðárkróki undir læknishendi. Hún fékk bót
sinna meina, en var hölt upp frá því. Mun það meðal annars hafa
orðið til þess, að Rannveig taldi það skyldu sína alla tíð að vera systur
sinni til halds og trausts. Anna var myndarstúlka og vel gefin, en mun
hafa verið nokkuð þóttafull og ákveðin. Hún lærði karlmannafata-
saum og hafði atvinnu við þá iðn á meðan heilsa leyfði. Hún var mjög
smekkvís, hög og vandvirk. Útlit manna hér um slóðir breyttist, eftir
að Anna fór að sauma á þá fötin. Á þeim árum var það líka til
framfara, að ullarverksmiðjan Gefjun tók við ull frá heimilum og vann
úr henni þá dúka, sem pantaðir höfðu verið, svo sem: „cheviot, tveed,
boy“ og fleira.