Húnavaka - 01.05.1988, Page 102
100
HUNAVAKA
þannig, að skiptust á þumlungsbreiðir bekkir með satináferð, við
jafnbreiða bekki með rifsáferð. Svona silkisvuntur þóttu afar fínar þá.
Slipsið hennar var ljóst og snyrtilega hnýtt. Það þótti klæða konur vel
á þessum árum að vera dömur og þykir kannski enn.
Hvorug þessara systra giftist, þó hljóta þær að hafa haft tækifæri til
þess, hefðu þær kært sig um.
Einhverju sinni var Anna stödd á heimili mínu í nokkra daga, þá
fullorðin kona, og barst þá tal okkar að lifinu í Svartárdalnum, þegar
hún var ung. Eg sagðist kunna vísu, sem ort hefði verið með hana i
huga, og vildi hún heyra vísuna, en hún er á þessa leið:
Vonarhjólið valt er hér,
á veikleik stólar enginn.
Auðarsól er of dýr mér
ung og skólagengin.
Anna svaraði með fyrirlitningu í rómnum: „Þetta er ruglið úr hon-
um Gísla Ólafssyni.“ Það var svo sem ekki ástæða til, að hún giftist,
þegar hún meira að segja leit svona niður á skáldið þeirra, sem bæði
var skemmtilegur maður og þekkilegur. Að vísu er það satt að „skáld
koma og fara.“
Arið 1926 taka þær systur ibúð á leigu á Blönduósi og flytja þangað.
Anna hafði sem fyrr atvinnu af saumum, fyrst heima og síðar á
saumastofu.
Rannveig annaðist heimilishaldið, ef hún fór ekki lengra til í vinnu.
Oftast vann hún í húsum á Blönduósi við þvotta, hreingerningar og
mjaltir. Þá var talsvert um það að fólk á Blönduósi hefði eina eða tvær
kýr.
Anna og Rannveig voru trygglyndar og vinfastar sómakonur.
Rannveig taldi ekki eftir sér að koma og hjálpa okkur hér á bæ, ef með
þurfti í smá tíma.
Sérstaklega er mér minnisstætt, þegar við höfðum flutt i hálfbyggt
húsið okkar með börnin, og húsavistin var ekki betri en það, að mér
fannst ekki hægt að biðja neinn að gera sér það að góðu. Þá bauðst hún
til að koma og vera um tíma, meðan mesta annríkið væri. Þá var ég
þakklát og gleymi því aldrei. — Rannveig var sérstaklega barngóð, og
hún var laus við þann ósið, er sumir hafa að kyssa börn og „kóka“
framan í þau.