Húnavaka - 01.05.1988, Side 103
HUNAVAKA
101
Hún kunni mikið af vísum og raulaði við börn, að góðum og göml-
um sið. Einnig hafði hún gott orðafar.
Árið 1948 andaðist Anna. Var það eftir erfiða sjúkdómslegu, fyrst í
heimahúsum, þar sem Rannveig annaðist hana af stakri ástúð og
umhyggju og síðast á spítala. Ég leit inn til hennar, þegar hún var
nýkomin þangað. Hún var æðrulaus, en þó svo móð, að hún náði varla
andanum og sat uppvið herðadýnu. Slíkt var átakanlegt að sjá og
heyra. Þá var það líkn i þraut, að hún hafði allan tímann tekið
þjáningum sínum með stillingu, og var þeim þakklát sem hjúkruðu
henni.
Nokkru eftir að Anna var öll, flutti Rannveig að Hólabaki til hálf-
systur sinnar Sigríðar Sigurðardóttur og manns hennar Baldurs
Magnússonar frá Sveinsstöðum. Hún var þar í eins konar hús-
mennsku, að ég held, og vann af sér húsaleigu. Hjónin á Hólabaki
voru henni góð, en eflaust hefðu þau þurft á öllu sínu húsrými að
halda og meðfram gert þetta af góðsemi, en verk hennar voru líka
vissulega góð.
Þegar Rannveig varð fyrir því óhappi að detta i stiga og slasa sig,
varð hún að leggjast inn á Héraðshælið á Blönduósi. Þrátt fyrir háan
aldur náði hún sér furðanlega aftur.
Eftir það flutti hún á öldrunardeildina, enda voru Hólabakshjón
að bregða búi og flytja til Reykjavíkur um þetta leyti.
Rannveig var systur sinni og mági þakklát og dætur þeirra voru
henni mjög kærar. Þó held ég, að henni hafi fundist Lilja dóttir Jóns
bróður síns standa sér næst, eftir að Anna systir hennar dó. Jón lést úr
berklum á besta aldri.
Vistin á öldrunardeildinni var að sjálfsögðu ágæt, en Rannveigu
erfið að því leyti, að þrengsli voru það mikil, að yfirleitt urðu tveir að
deila stofu. Eldra fólk er afar vanafast, og konur, sem alla æfi hafa
verið að leitast við að gera öðrum til hæfis, eru gjarna farnar að
þreytast á því háaldraðar og eru fegnar, ef þær fá að njóta persónu-
frelsis síðustu árin, og vilja helst hafa eitthvað af dótinu sínu hjá sér, en
að sjálfsögðu þarf á mikilli tillitssemi að halda, ef deila þarf einni stofu
með öðrum.
Að lokum varð Rannveig svo heppin, að fá afbragðsgóðan stofufé-
laga, Sigurbjörgu Jónasdóttur, systur Bjarna Jónassonar kennara og
fræðimanns, sem lengi bjó í Blöndudalshólum. Ég held að óhætt sé að