Húnavaka - 01.05.1988, Síða 108
PÉTUR SIGURÐSSON, Skeggsstöðum:
Bólstaðarhlíðarmenn
Á næsta nýjársdag, 1989, er heil öld liðin frá vígslu kirkjunnar í
Bólstaðarhlíð. Hefur það kirkjuhús síðan verið vettvangur safnaðar-
starfsins í Bólstaðarhlíðarsókn og þangað hafa leiðir sóknarbarnanna
legið til þátttöku í kirkjulegum athöfnum þá áratugi, sem síðan eru
liðnir. Það má því teljast við hæfi að minnast í þagtti þessum þeirra
manna, sem öðrum fremur hafa búið í haginn fyrir menningarvið-
leitni og trúrækni fólks í strjálbýlli og fámennri sveit. I nýútkominni
bók, Vorþeyr og vébönd, sem gefin var út af Héraðsskjalasafni Aust-
ur-Húnavatnssýslu til minningar um Bjarna Jónasson í Blöndudals-
hólum, birtist þáttur um Bólstaðarhlíðarkirkju. Þar eru einnig gerð
nokkur skil sögu Bólstaðarhlíðar á fyrri öldum. Verður því hér fyrst og
fremst fjallað um þá Bólstaðarhlíðarmenn og frændlið þeirra á 19. öld
í þeirri von að það megi varpa nokkru ljósi á viðfangsefni þeirra á
fallegri og góðri bújörð, og jafnframt í þágu kirkjusóknar og sveitar-
félags.
Það urðu þáttaskil í sögu Bólstaðarhlíðar árið 1825. Þá var lokið
þriggja alda samfelldu skeiði sömu ættar, sem setið hafði staðinn og
nýr ættleggur hófst þar til vegs. Séra Björn Jónsson, sem Bólstaðar-
hlíðarætt er við kennd, lést sumarið 1825. Þórarinn Steindórsson, hinn
fyrsti langfeðga Bólstaðarhlíðarbænda, mun hafa byrjað þar búskap
fyrir 1530. Hann var veginn „ófyrirsynju“ af Gísla presti Finnboga-
syni, hinum sterka, fyrir 1544. En á því ári fékk Gísli uppreisn prests-
skapar af Jóni biskupi Arasyni. Kona Þórarins var Oddný Jónsdóttir,
Arngrímssonar, og sonur þeirra Einar bóndi og lögsagnari í Bólstað-
arhlíð. Hann bjó í Bólstaðarhlíð eftir föður sinn, og hét kona hans
Guðrún Þorsteinsdóttir. Voru tveir synir þeirra nafnkenndir bændur á
heimaslóðum, Skúli á Eiriksstöðum og Jón á Gunnsteinsstöðum.
Dóttir þeirra Bólstaðarhlíðarhjóna, Einars og Guðrúnar, var Guðný
kona Jóns eldri, lögréttumanns á Geitaskarði, Egilssonar.