Húnavaka - 01.05.1988, Síða 109
HUNAVAKA
107
Skúli á Eiríksstöðum kvæntist Steinunni, laundóttur Guðbrands
Hólabiskups og Guðrúnar dóttur Gísla hins sterka, sem fyrr er getið.
Áttu Skúli og Steinunn margt barna, og voru þeirra á meðal Þorlákur,
biskup á Hólum í Hjaltadal, og Björg yngri, kona Hrólfs sýslumanns i
Þingeyjarsýslu, Sigurðssonar, Hrólfssonar hins sterka á Álfgeirsvöllum
í Skagafirði, Bjarnasonar, ættföður Hrólfunga. Jón Einarsson á
Gunnsteinsstöðum var lögréttumaður og lögsagnari í Húnavatns-
þingi. Fyrri kona hans var Rannveig Egilsdóttir frá Geitaskarði, systir
Jóns eldri, lögréttumanns. Oddný dóttir Jóns og Rannveigar var kona
Björns bónda og lögréttumanns í Bólstaðarhlíð, Magnússonar lög-
réttumanns á Hofi á Höfðaströnd, Björnssonar, og konu hans Hall-
dóru Eiríksdóttur. Var upphaf sambúðar þeirra Björns og Oddnýjar
allfrægt, þar sem hann „nam hana á brott úr föðurgarði að fullum
vilja hennar“, en ættmenn Oddnýjar vildu ekki leyfa þeim hjúskap.
Síðan komust á sættir og bjuggu Björn og Oddný í Bólstaðarhlíð fram
um 1650. Þá tók við búi í Bólstaðarhlíð Benedikt sonur þeirra, sem
síðar varð lögréttumaður í Hegranesþingi. Kona Benedikts var Guð-
rún Þorsteinsdóttir, prests í Hvammi í Norðurárdal, Tyrfingssonar, og
var hún alsystir Jóns lögréttumanns á Nautabúi og Einars Hólabisk-
ups, Þorsteinssonar. Voru þau Benedikt og Guðrún foreldrar Þorsteins
sýslumanns í Bólstaðarhlíð, sem kvæntur var Halldóru Erlendsdóttur
(Hlíðar-Halldóru), en þau voru langafi og langamma séra Björns í
Bólstaðarhlíð. Greinir frá ættartengslum þeim í fyrrnefndri bók, Vor-
þey og véböndum, og einnig í þætti Rósbergs G. Snædal, Sýslu-
mannsfrúin í Bólstaðarhlíð, í bók hans Fólk og fjöll. En sýslumanns-
hjónin í Bólstaðarhlíð voru bæði afkomendur Jóns biskups Arasonar,
og fjórmenningar að frændsemi.
Bólstaðarhlíðarkirkju var jafnan þjónað af Bergsstaðaprestum,
nema þann tíma sem séra Björn Jónsson þjónaði prestakallinu á
árunum 1784 til 1825. Hann bjó á ættaróðali sínu í Bólstaðarhlíð góðu
búi við batnandi efnahag, en Hlíðarauðurinn hafði mjög gengið til
þurrðar í búskapartíð föður hans og afa. Björn prestur var maður vel
gefinn, vinsæll og vel að sér. Skáldmæltur og mælskur og talinn góður
kennimaður. Fjölvirkur léttleika- og fjörmaður, sem vann að öllum
bústörfum á sínum fyrri árum. Hann fékk verðlaun frá konungi fyrir
vefnað. Á árunum 1802-18 var Arnór Árnason, tengdasonur séra
Björns, aðstoðarprestur hjá honum, og bjó séra Arnór þá á Bergsstöð-
um. Séra Björn mun hafa verið talinn nokkuð upp á kvenhöndina og