Húnavaka - 01.05.1988, Side 110
108
HUNAVAKA
var álitið að nokkur launbörn mundi hann hafa átt. Greinir nokkuð
frá þeim tilgátum í bókinni Föðurtún eftir Pál Kolka. Séra Björn var
tvíkvæntur og átti með fyrri konu sinni, Ingibjörgu Ólafsdóttur,
bónda á Frostastöðum í Blönduhlíð Jónssonar, átta dætur sem allar
giftust og juku kyn sitt. Nefnist kynkvísl sú Bólstaðarhlíðarætt sem
fyrr segir. Seinni kona séra Björns var Valgerður Klemensdóttir frá
Höfnum á Skaga. Mun hún hafa verið vinnukona í Bólstaðarhlíð
þegar þau séra Björn gengu í hjónaband 1817, hann 68 ára ekkju-
maður, en hún aðeins 27 ára að aldri. Valgerður bjó eftir séra Björn í
Bólstaðarhlið í tvö ár og þriðja árið var hún þar í húsmennsku. Þá
giftist hún Birni bónda í Kálfárdal og síðar í Sólheimum í Sæmund-
arhlíð, Árnasyni bónda á Fjalli í Sæmundarhlíð, Helgasonar bónda í
Þverárdal, Jónssonar „harða bónda“ á Mörk, Jónssonar. Missti Val-
gerður Björn eftir 10 ára sambúð, en giftist í þriðja sinn Jóni Árnasyni,
hálfbróður miðmannsins. Bjuggu þau einnig í Sólheimum í Sæ-
mundarhlíð, góðu búi til æviloka. Valgerður átti ekki börn með nein-
um manna sinna, en lifði þá alla. Hún fékk almannalof fyrir mann-
kosti.
Vorið 1756 fluttu að Höfnum á Skaga Guðmundur Björnsson frá
Valdarási í Víðidal og kona hans Margrét Björnsdóttir frá Geitafelli á
Vatnsnesi. Var þá harðæri hið mesta, fjárfellir og manndauði. Bónd-
inn í Höfnum náði þó fljótt góðum tökum á búskapnum þar og var
talinn nýta kosti jarðarinnar afburða vel. Gjörðist hann ríkisbóndi og
tók forustu fyrir Skagamönnum í flestu tilliti. Var hann jafnan
nefndur Skagakóngur. Hann kaus þó að færa sig fram til dalanna
þegar aldur færðist yfir og keypti þá Auðólfsstaði i Langadal. Bjó
hann þar í rúmlega áratug, uns holdsveiki dró hann til dauða um
1787.
Guðmundur Skagakóngur og Margrét kona hans áttu fjögur börn,
sem til aldurs komust. Var Guðrún þeirra elst. Hún var kona Ólafs
bónda á Vindhæli, Guðmundssonar bónda á Árbakka, Magnússonar.
Er mikil ætt frá þeim Ólafi og Guðrúnu og munu Ólsenarnir frá
Þingeyrum þar þekktastir. Ólafur Guðmundsson frá Höfnum bjó á
Holtastöðum í Langadal. Hann kvæntist fyrst systurdóttur sinni Ósk
Ólafsdóttur frá Vindhæli. Var dóttir þeirra Gróa, kona Ólafs Björns-
sonar, sem fyrst bjó í Mjóadal syðri og síðar á Beinakeldu og Litlu-
Giljá. Hann var hreppstjóri og talinn málagarpur mikill. Seinni kona
Ólafs á Holtastöðum var Guðrún Illugadóttir frá Holti í Svínadal,