Húnavaka - 01.05.1988, Side 111
HUNAVAKA
109
ekkja Gísla bónda þar, Sigurðssonar. Hún giftist í þriðja sinn Erlendi
bónda á Holtastöðum, Guðmundssyni, þeim sem lenti í sjóhrakning-
unum miklu árið 1796.
Björn Guðmundsson bjó í Höfnum, fyrst á móti föður sínum og
síðan á allri jörðinni, þar til Klemens mágur hans tók við. Flutti Björn
í Auðólfsstaði 1791 og bjó þar til æviloka árið 1821. Hafði hann þó
jafnan útveg frá Höfnum, enda talið að honum væri tamara að hugsa
um sjávargagnið en landbúskapinn. Sagt var að um margt brygði
Birni til föðurs síns, en væri þó trauðla hans jafnoki. Kona Björns
var Ingibjörg Steinsdóttir bónda á Hrauni á Skaga (Mið-Steins)
Steinssonar, Jónssonar. Dvaldi Steinn hjá dóttur og tengdasyni á
Auðólfsstöðum við manntalið 1801, talinn sjötíu og fimm ára gamall.
Þau Björn og Ingibjörg virðast hafa verið góðgerðasöm, því við fyrr-
greint manntal voru þar á heimili þrjár manneskjur, sem „lever af
husetz midler“, 9 ára fósturbarn og tvö gamalmenni, fyrrverandi
vinnuhjú, auk föður húsfreyju. Þá voru börn þeirra Auðólfsstaðahjóna
flest á æskuskeiði.
Þau Björn og Ingibjörg á Auðólfsstöðum áttu sjö börn, sem til
aldurs komust, fimm dætur og tvo syni. Urðu þeir báðir þekktir
bændur í Bólstaðarhlíðarhreppi á fyrri hluta 19. aldar, þeir Ólafur á
Auðólfsstöðum og Guðmundur í Mjóadal syðri. Dæturnar voru fimm,
Guðrún, seinni kona Sigurðar Gislasonar, sem bjó í Mjóadal á árunum
1812-17, en hafði áður búið í Hvammi á Laxárdal og Mörk, Ingibjörg,
kona Jónasar Gunnlaugssonar á Þverá í Miðfirði, Margrét eldri, kona
Gísla bónda á Bollastöðum, Guðmundssonar. Sonur þeirra Guð-
mundur á Bollastöðum var þekktur bóndi og sveitarhöfðingi. Margrét
yngri frá Auðólfsstöðum var kona Björns bónda í Valadal, Ólafssonar
bónda þar Andréssonar. Ásta var yngst Auðólfsstaðasystkinanna. Hún
giftist Jóni bónda á Hróarsstöðum á Skaga, Helgasyni. Er ættbogi
mikill kominn frá þeim Auðólfsstaðahjónum, Birni og Ingibjörgu.
Ólafur Björnsson var fæddur um 1785. Hann bjó á Auðólfsstöðum
eftir föður sinn. Kona hans var Margrét Snæbjörnsdóttir prests í
Grímstungu, Halldórssonar biskups á Hólum, Brynjólfssonar. Verður
nú um hríð fylgt orðréttri frásögn Jónasar Illugasonar, bónda og
fræðimanns í Brattahlíð. Það sem innan sviga stendur, eru viðaukar
höfundar þessa þáttar.
„Hann (Ólafur) var sonur Björns á Auðólfsstöðum, Guðmunds-
sonar, Skagakóngs og Ingibjargar Steinsdóttur á Hrauni á Skaga.