Húnavaka - 01.05.1988, Page 112
110
HUNAVAKA
Ólafur var hár maður vexti og gjörvilegur, eins og hann átti kyn til.
Hann bjó að sínu og var maður óhlutdeilinn, vildi sem minnst afskipti
hafa af annarra högum. Þó komst hann ekki hjá því að skipta sér af
högum systkina sinna, Guðmundar í Mjóadal og Margrétar á Bolla-
stöðum, konu Gísla Guðmundssonar. Var hjónaband þeirra beggja all
erfitt. Varð hann oft að setja niður miskliðir milli þeirra hjóna. Ólafur
var kvæntur Margréti Snæbjörnsdóttur. Þótti hún einna best að sér
ger um vitsmuni og hannyrðir þeirra kvenna, er voru henni samtímis
hér um slóðir. Voru mjög eftirsótt áklæði eftir hana og önnur tóvara.
Ólafur lést 1837. Eftir lát hans undi Margrét hvergi lengi. Var hún
stundum hjá börnum sínum eða öðru frændfólki, en síðast í Hvammi í
Vatnsdal hjá Benedikt Blöndal og Margréti Sigvaldadóttur, bróður-
dóttur sinni.
Börn þeirra Ólafs og Margrétar voru:
1. Arnljótur prestur á Bægisá (og Sauðanesi. Alþingismaður.
Kvæntur Hólmfríði Þorsteinsdóttur.)
2. Gísli garðyrkjumaður í Reykjavík. (Kvæntur Sigríði Jónasdóttur
bónda á Gili, Einarssonar.)
3. Björn bóndi í Eyhildarholti, kallaður Eldri-Björn. Hann átti son
áður en hann giftist. Hét sá Magnús og bjó síðan á Selnesi á Skaga.
Varð Björn lítt þokkaður hjá móður sinni af því verki að geta
Magnús.
4. Björn yngri, bóndi í Finnstungu.
5. Margrét, átti Jón Jóhannsson frá Þorbrandsstöðum.
6. Ingibjörg, kona Illuga Jónassonar frá Gili (Einarssonar. Þau Ingi-
björg og Illugi voru foreldrar Jónasar í Brattahlíð.)
Björn yngri (f. 1821, d. 1873) bjó í Finnstungu og átti önnu Lilju
Jóhannsdóttur frá Þorbrandsstöðum, systur Jóns er átti Margrétu
systur Björns. Það var Jóhann á Þorbrandsstöðum, en ekki Holta-
staða-Jóhann, sem Natan Ketilsson sagði fyrir að gengi með sjúkdóm
er yrði honum að bana innan fárra ára, ef ekki væri að gert. Reyndist
það rétt. Björn í Finnstungu var vel meðalmaður á vöxt, þéttvaxinn,
svartur á hár og skegg, nefstór, í stórlátara lagi, hæglátur og festulegur,
vel greindur, rökfastur og lét ógjarna hlut sinn. Þau Björn og Anna
Lilja áttu margt barna. Dóu sum ung eða lítt á legg komin, en upp
komust sjö.
1. Sigvaldi bóndi á Skeggsstöðum. (Kvæntur Hólmfríði Bjarnadóttur
frá Stafni.)