Húnavaka - 01.05.1988, Síða 113
HUNAVAKA
2. Ólafur bóndi á Árbakka. (Kvæntur Sigurlaugu Sigurðardóttur frá
Hellu í Blönduhlíð.)
3. Arnljótur Ólson, bóksali í Ameríku. (Kvæntur Jórunni S. Ólafs-
dóttur frá Tungu í Grafningi.)
4. Björn Ólson, fór einnig vestur. (Gjörðist friðdómari þar. Kvæntur
Guðrúnu Sólmundardóttur frá Mávahlið í Borgarfirði.)
5. Ingibjörg, giftist Benedikt Frímannssyni. Fóru til Ameríku.
6. Sigríður, dvaldist lengstum hjá Sigvalda bróður sinum, heilsulítil,
dó barnlaus.
7. Rannveig, átti barn með Jónasi Árnasyni. Dó um þrítugt.“
Til skýringar skal þess getið að þótt Jónas Illugason leggi áherslu á
að þeir Auðólfsstaðafeðgar, og þá einkum Ólafur hafi verið lítt íhlut-
unarsamir um annarra hagi, voru þeir þó vel að sér að þeirrar tíðar
hætti. Voru þeir oft til kvaddir við stjórn sveitarmála, og bera skjöl
þeirra tíma því glöggt vitni.
Margrét Snæbjörnsdóttir bjó á Auðólfsstöðum til 1843, og þeir
mágar Björn eldri Ólafsson og Jón Jóhannsson frá Þorbrandsstöðum
til 1851. Þá tók jörðina Þorlákur Stefánsson, prestur í Blöndudals-
hólaþingum, og sat þar næstu níu árin. Mun verulegt los hafa komist á
búskapinn á Auðólfsstöðum við fráfall Ólafs. Tók Margrét húsfreyja
missi hans mjög nærri sér og sum systkinanna ung að árum og vanbúin
að mæta breyttum högum. Björn eldri flutti norður í Skagafjörð, en
bjó aðeins tvö ár í Eyhildarholti, þar sem hann drukknaði árið 1853.
Björn var kvæntur Filippíu Hannesdóttur prests á Ríp i Hegranesi,
Bjarnasonar. Meðal barna þeirra voru Ólafur, prestur á Ríp, Rögn-
valdur í Réttarholti í Blönduhlíð, kunnur merkisbóndi og Margrét
kona Péturs bónda á Ytri-Brekkum í Blönduhlíð, Björnssonar. Einn
sona þeirra var Rögnvaldur, þekktur prestur unitara í Vesturheimi.
Jóhann Jónsson bóndi á Þorbrandsstöðum í Langadal var sem áður
segir tengdafaðir tveggja systkinanna frá Auðólfsstöðum, Björns yngri
og Margrétar. Jóhann var kvæntur Elísabetu Vormsdóttur Beck
bónda og hreppstjóra á Geitaskarði, Símonarsonar Beck, bónda á
Bakka i öxnadal, Sigurðssonar prests á Kvíabekk i Ólafsfirði,
Bjarnasonar. Mun þó Símon bóndi á Bakka hafa verið talinn laun-
sonur Benedikts Beck Magnússonar, sýslumanns Eyfirðinga. Rituðu
sumir þessara langfeðga sig Beck fram á þessa öld. Kona Símonar á
Bakka og móðir Vorms á Geitaskarði var Þuríður eldri, Jónsdóttir
bónda á Krithóli í Skagafirði, Jónssonar, sem Krithólsætt er kennd