Húnavaka - 01.05.1988, Side 114
112
HUNAVAKA
við. Þeir Geitaskarðsfeðgar, Vorm og Lárus sonur hans, höfðu
mannaforráð í Langadal á sinni tíð. Þóttu þeir mildir og réttsýnir
stjórnendur, en naumast fjáraflamenn að sama skapi. Jón frá Þor-
brandsstöðum flutti árið 1851 frá Auðólfsstöðum að Svínavatni. Þar
var hann talinn fyrir búi næstu tíu árin. Hann þótti í fyrstu álitlegur
bóndi, en hneigðist mjög fljótt til vínnautnar, sem hann náði engum
tökum á og vanrækti bú og heimili. Hættu hjónin því búskap og slitu
samvistum. Meðal barna þeirra voru Jóhann Pétur, bóndi á Molastöð-
um í Fljótum, og Ingibjörg kona Kristjáns Kristjánssonar, bónda á
Ábæ í Austurdal.
Guðmundur Björnsson var fæddur um 1787. Eins og fyrr segir bjó
hann í Mjóadal syðri. Hóf hann þar búskap 1819 og bjó þar til æviloka
8. desember 1850. Mun hann hafa búið við frekar þröngan efnahag og
mikla ómegð. Kona Guðmundar var Svanhildur Árnadóttir hrepp-
stjóra á Efra-Núpi í Miðfirði, Jónssonar og konu hans Bjargar
Magnúsdóttur. Áttu Guðmundur og Svanhildur fjölda barna. Voru
þeirra á meðal Ingibjörg, seinni kona Björns Þorleifssonar í Mjóadal
ytri, en meðal þeirra barna voru Frímann bóndi í Hvammi í Langadal
og Björn járnsmiður á Sauðárkróki, faðir Sigurjóns prófessors. Guð-
rún, dóttir þeirra Guðmundar og Svanhildar giftist Einari Jónssyni,
bónda i Mjóadal og síðar á Fremstagili í Langadal. Voru synir þeirra
Erlendur bóndi á Fremstagili og Guðmundur bóndi í Engihlíð. Að
Guðrúnu látinni kvæntist Einar á Fremstagili Sigríði alsystur hennar.
Steinn Guðmundsson frá Mjóadal (Steinn á Rústinni) bjó á ýmsum
stöðum í Bólstaðarhlíðar- og Engihlíðarhreppum, lengst á Eyrarlandi
á Laxárdal. Kona hans hét Jórunn Guðmundsdóttir. Þau voru mjög
fátæk og hröktust af einu kotinu á annað.
Vorið 1786 kom sem vinnumaður að Höfnum Klemens Jónsson.
Hann var Vatnsdælingur. Faðir hans var vel megandi bóndi á Flögu í
Vatnsdal, Jón Jónsson að nafni, en móðir Klemensar var þriðja kona
Jóns, Valgerður Sigurðardóttir. Telur Magnús Björnsson í þættinum
Hafnamenn á Skaga í bókinni Búsæld og barningur að hún hafi verið
náskyld Sumarliða Klemenssyni, lögsagnara á Marðarnúpi, og senni-
lega systurdóttir hans. Klemens kvæntist yngri dóttur Guðmundar
Skagakóngs, Margréti. Bjuggu þau í Höfnum frá 1791 til andláts
Margrétar 1804. Voru þá börn þeirra ung, og bjó Klemens um árabil
ekkill í Höfnum, eða þar til Jón sonur hans tók við búskap. Fjögur
börn Klemensar og Margrétar náðu fullorðinsaldri: Valgerður f. 1790.