Húnavaka - 01.05.1988, Síða 115
HUNAVAKA
113
Hún var seinni kona séra Björns í Bólstaðarhlíð og er sagt frá henni
fyrr i þessum þætti. Jón f. 1793, bóndi í Höfnum, Klemens f. 1795, og
verður hér á eftir nokkuð rakinn ferill hans og Margrét f. 1800, kona
Ólafs Jónssonar frá Tjörn í Nesjum. Klemens Jónsson í Höfnum mun
að mörgu leyti hafa verið merkisbóndi, og segir svo í fyrrgreindum
þætti Magnúsar Björnssonar: „Klemens var hæglátur maður og
óhlutdeilinn, eljusamur um bú sitt og starfsmaður mikill. Hann var í
hærra lagi á vöxt og þrekinn, allmikill burðamaður. Löngum var hann
fálátur og óþýður í framkomu. Var svo dögum saman, að varla hafðist
úr honum orð og þá helst ónot og kaldyrði. Það var skapbrestur hans,
og kölluðu sumir hann „fýlutrant“. Engu að síður var hann vel látinn,
því hann var útlátagóður og rausnarsamur við nauðleitamenn, bón-
góður og hjálpsamur. „Fékk það frændlið allt gott orð,“ segir Gísli
Konráðsson í Húnvetningasögu um Klemens og nánustu frændur
hans.“
Klemens Klemensson ólst upp með föður sínum i Höfnum. Ekki átti
þó fyrir honum að liggja að eiga sinn vettvang við hið ysta haf og
verður enn á ný fylgt orðrétt frásögn Jónasar Illugasonar í yfirliti hans
um Hlíðarhrepp: „Ekki var margt í frændsemi þeirra feðga og nafna.
Hneigðist Klemens yngri mjög til smíða, en föður hans var það mjög
um geð. Bannaði hann drengnum harðlega að taka spýtur af rekanum,
kvað það ekki til annars en ónýtis að hann marsaði þær niður. Jókst af
slíku rígur milli þeirra feðga.
Björn á Auðólfsstöðum reri á hverju vori í Hafnabúðum og átti þar
skip. Var hann sjálfur formaður fyrir því. Tíðkaðist það á þeim árum
að bændur fram til sveita ættu fiskibáta, sem þeir héldu úti haust og
vor á ýmsum stöðum kringum Skaga. Hneigðist Klemens yngri mjög
að frænda sínum, og kom svo að hann bað hann að taka sig með sér
fram eftir. Tók Björn því fálega í fyrstu, en að lokum hét hann því að
færa það í tal við föður hans. Vissi Klemens ekki hvað þeim mágum
fór á milli, en morgun þann sem Björn bjóst til heimferðar kallaði
Klemens á son sinn og kvað honum best að búa sig ef hann vildi fara
með frænda sínum. Fór Klemens svo með Birni fram eftir. Tók hann
þar strax að leggja fyrir sig smíðar. Þar á Auðólfsstöðum var gamall
maður, Steinn að nafni (Mið-Steinn frá Hrauni), vel hagur, einkum á
klápa og búsáhöld. Sagði hann Klemensi til slíkt er hann kunni.
Gerðist Klemens hinn mesti smiður, bæði á tré, járn og kopar. Varð
hann brátt mjög eftirsóttur sökum dugnaðar og áhuga. Varð hann
8