Húnavaka - 01.05.1988, Blaðsíða 116
114
HUNAVAKA
þegar á unga aldri mjög fyrir öðrum um flesta líkams atgjörvi, en ekki
hneigðist hann mjög til bókmennta. Þó las hann nokkuð og hafði
gaman af fróðleik, einkum sögum. Klemens var lágur vexti en herða-
breiður og allur þrekinn, fótsmár, en í handstærra lagi. Skollitur á hár en
skeggið ljósrautt og heldur þunnt, sléttur á vanga og nefstór nokkuð,
hakan framstæð. Kraftamaður og hinn harðfengasti, snarpur glímu-
maður og fjörmaður mikill. Mátti kalla að hann hlypi við fót hvenær
sem hann hreyfði sig. Iðjumaður hinn mesti og kappsfullur. Heldur
þótti smíði hans klúrt en traust. Óhneigður var hann til skepnuhirð-
ingar og farnaðist hún oft laklega, enda gerði lítið að því verki. Að
eðlisfari þótti hann heldur fjárfastur, en hinn áreiðanlegasti í öllum
skiptum og rækti öll störf með hinni mestu kostgæfni. Hirðu- og
reglumaður hinn mesti. Þótti gott vín, en gætti tíðast hófs.
Björn á Auðólfsstöðum tók banasótt sína út í Höfða. Elnaði honum
skjótt sóttin og treystist hann ekki til að fara á hesti heim. Klemens var
þar, annað hvort með Birni eða þar í vinnu. Tók hann reiðhest Björns
og lagði á hann þófa, steig síðan á bak og reiddi hann fram að
Auðólfsstöðum. Þótti slíkt þrekraun mikil, því Björn hafði verið mikill
vexti og með öllu ósjálfbjarga vegna veikinda. Minntist Klemens oft
frænda síns með hinni mestu velvild. Kvaðst hann eiga honum að
þakka hver maður hann varð.
Séra Björn Jónsson í Bólstaðarhlíð andaðist 1825. Seinni kona hans
var Valgerður dóttir Klemensar í Höfnum. Mun Klemens þá hafa
farið frá Auðólfsstöðum til systur sinnar. (Það mun ekki rétt því
Klemens bjó á hluta Holtastaða á árunum 1826-28). Keypti hann
Bólstaðarhlíð á uppboði 15. febrúar 1828 fyrir 1510 ríkisdali. Kona
Klemensar var Ingibjörg Þorleifsdóttir frá Stóradal. Fékk hann mikið
fé með henni því Þorleifur (hreppstjóri í Stóradal) var efnamaður. Þó
var sagt að Klemens fengi allmikið peningalán hjá Arnljóti Árnasyni á
Gunnsteinsstöðum til að lúka jarðarverðið. Guðrún, kona Arnljóts, var
móðursystir Ingibjargar konu Klemensar.
Gjörðist Klemens brátt hinn gildasti bóndi. Var hann lengst bú-
skapar síns ríkastur bænda í Bólstaðarhlíðarhreppi. Fasteignir hans
voru: Bólstaðarhlíð með kirkjujörðinni Botnastöðum og Þverfelli ytra,
sem er selstöðuland heimajarðarinnar, þriðjungur i Mánavík á Skaga,
talin kirkjueign og hefur sá jarðarpartur að líkindum fylgt Bólstaðar-
hlíð síðan í tíð Halldóru Erlendsdóttur, því árið 1709 var hún talin
eigandi en ekki kirkjan. Þá Kálfárdalur, sem Klemens hefur að lík-