Húnavaka - 01.05.1988, Page 121
HUNAVAKA
119
bræðranna í Bólstaðarhlíð, sona Klemensar Klemenssonar og Ingi-
bjargar Þorleifsdóttur. Þorleifur var fæddur 4. júlí 1839 í Bólstaðar-
hlíð, en dó á Botnastöðum 11. maí 1902. Dvaldi Þorleifur heima í
Bólstaðarhlíð fram á miðjan aldur og mun búskapurinn lengi hafa
hvílt á honum öðrum fremur, þar sem faðir hans stundaði mikið
smíðar sem fyrr segir og Guðmundur bróðir hans var honum 8 árum
yngri. Vorið 1881 þegar Þorleifur var kominn á fimmtugsaldur fór
hann í húsmennsku að Kálfárdal og var þar til 1898, þar af bóndi frá
1891. Seinustu fjögur æviárin bjó hann á Botnastöðum. Hann
kvæntist Þórunni Dýrborgu Eyjólfsdóttur frá Kálfárdal 12. desember
1895. I Kálfárdal hafði lengi búið Eyjólfur launsonur Eyjólfs Jónas-
sonar frá Gili, og á undan Jón Ólafsson tengdafaðir hans. Tókst þeim
einkar vel til við farsælan búskap á erfiðum fjallajörðum, þrátt fyrir
vetrarríki og harðæri. Móðir Eyjólfs í Kálfárdal hét Ólöf Þorleifsdóttir
bónda í Kambakoti á Skagaströnd, Markússonar. Segir nánar frá
uppruna hennar og lífi í þætti Elinborgar Jónsdóttur í þessu riti. í
yfirliti Jónasar Illugasonar um Hlíðarhrepp segir um Kálfárdalsfólk:
„Þótt Eyjólfur væri kallaður Jónasson voru allir þess vissir að hann
hefði verið sonur Eyjólfs Jónassonar frá Gili. Eyjólfur var lágur vexti
og þrekvaxinn, dökkur á hár og skegg, lágróma og röddin dimm. Mjög
fáskiptinn um annarra hagi, en lét ógjarna hlut sinn við hvern sem
hann átti, hreinskiptinn og drengur góður. Ekki gerði hann til umbóta
á jörðinni, en bjó þrifnaðarbúi. Áður bjó hann í Ytra-Þverfelli
(Hlíðarseli), en í Syðra-Þverfelli bjó þá Eyjólfur gamli Jónasson
(bónda á Gili, Jónssonar og k.h. Ingibjargar Jónsdóttur frá Skeggs-
stöðum). Var kotið þá kallað Meingrund. Voru glettur með þeim
nöfnum. Er það sagt til marks um það að eitt vor lét Eyjólfur í
Meingrund rista heytorf þar í flóanum í bleytu mikilli. Tók hann þá
hross nafna síns sem gengu á milli bæjanna og flutti torfið á þeim úr
flaginu. Sá Eyjólfur í Hlíðarseli til hans, en lét sem hann vissi ekki. Um
nóttina tók hann hross Eyjólfs í Meingrund og flutti á þeim allt torfið
ofan í flagið aftur, og lét það ekki á þurrustu staðina. Þetta tiltæki
líkaði Eyjólfi í Meingrund svo vel, að hann kvaðst skyldu gangast við
faðerni á nafna sínum ef hann óskaði þess. En hinn kvað sér ekki þykja
svo mikill virðingarvottur að frændsemi við hann að það tæki því að
skipta um föðurnafn. Litlar ertingar höfðu þeir hvor við annan eftir
þetta.
Kona Eyjólfs í Kálfárdal var Sigþrúður Jónsdóttir Ólafssonar