Húnavaka - 01.05.1988, Side 122
120
HUNAVAKA
(bónda í Valadal, Andréssonar, og miðkonu hans Bjargar Jónsdóttur
frá Skeggsstöðum) og konu hans Oddnýjar Árnadóttur frá Fjalli
(systur þeirra Sólheimabænda, Björns og Jóns, sem áttu Valgerði
prestsekkju frá Bólstaðarhlíð og fyrr er frá greint). Jón (Ólafsson) bjó í
mörg ár í Kálfárdal. Var hann orðlagður fyrir krafta og smálygasögur,
sem ekki voru þó öðrum til meins. Svo var oftast er Jón kom til
Hlíðarkirkju að menn hópuðust um hann til að hlýða á sögur hans.
Hóf hann sögur sínar venjulega á þessa leið: „Svo ég segi ykkur alveg
eins og var.“ Var það orðtak hans er hann laug að mönnum. Einn
sunnudag um sláttinn sagði hann frá því hvernig sér hefði gengið
heyskapurinn. Kvaðst hann daginn áður hafa farið norður í Flosa-
skarð, sem er milli Kálfafellsins og Þverfellsins. Var þar gras mikið en
æði sinuborið. Hann kvaðst hafa slegið einn skára, þvert yfir skarðið, í
gras og úr. En um kvöldið er hann gekk heim, tók hann í endann á
múganum og dró hann eftir sér heim. Var hann svo samfelldur að
hvergi slitnaði úr honum á leiðinni. Gerði hann upp lambhústóftina af
þessu, varð það laglegt hey.
Annað skiptið var það að hann sagði frá því hvernig hann fékk bót á
sjóninni. Var hún orðin mjög bág, svo óvænlega horfði. Hann kvaðst
hafa gelt kött, og þegar hann dró eistað úr kettinum, meig hann
framan í Jón og lenti upp í veika augað. Við þetta batnaði honum svo
sjón á auganu að aldrei hafði hún verið betri. Ýmsar sögur voru hafðar
eftir Jóni, þessu líkar, en þær eru víst flestar gleymdar.“
Þau Eyjólfur og Sigþrúður áttu þessi börn:
1. Björg, giftist ekki. Átti einn son með Jónasi Guðmundssyni, sem
nefndur var smali. Var það Árni Ásgrímur hinn heyrnardaufi.
2. Jóhann, vinnumaður á Skíðastöðum á Laxárdal um langt árabil.
Hann átti þrjá syni með Ingibjörgu Guðjónsdóttur bónda á
Illugastöðum á Laxárdal ytri, Jónssonar og einn son með Guðlaugu
Kristjánsdóttur frá Isafirði. Voru bændurnir Þórarinn á Ríp í
Hegranesi og Símon í Goðdölum í Vesturdal synir þeirra Jóhanns
og Ingibjargar.
3. Jón bóndi á Krithóli á Efribyggð. Hann var seinni maður Ingi-
bjargar Björnsdóttur, sem áður hafði átt Árna Jónsson skáldbónda
á Víðimýri, Árnasonar. Þau voru foreldrar Kristjáns bónda á
Krithóli, Hamarsgerði o.v. og Björns bónda í Krithólsgerði. En
dætur þeirra Jóns Eyjólfssonar og Ingibjargar voru: Sigþrúður,
kona Björns Gunnarssonar, bónda á Krithóli, Ástríður, kona Ey-